Mars 2003

Trausti Jónsson 9.1.2007

Mjög hlýtt var í nýliðnum marsmánuði, en nokkuð úrkomusamt um sunnanvert landið. Meðalhiti í Reykjavík var 3,5 stig og er það rúmum 3 stigum yfir meðallagi og þar hefur ekki orðið jafnhlýtt í mars síðan 1974, en þá var lítillega hlýrra en nú. Mun hlýrra var í mars 1964. Á Akureyri var meðalhitinn 3,4 stig og er það 4,7 stigum yfir meðallagi. Þetta er fjórði hlýjasti mars frá upphafi mælinga á Akureyri 1881. Í Akurnesi var meðalhitinn 3,9 stig og -2,4 stig á Hveravöllum, hvoru tveggja hlýjast frá 1974. Úrkoma í Reykjavík mældist 117mm og er það 40% umfram meðallag, en meiri úrkoma var í mars árið 2000. Á Akureyri mældist úrkoman 32 mm og er það 25% undir meðallagi. Úrkoma í Akurnesi mældist 216mm, en 115 á Hveravöllum. Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 103 og er það í meðallagi. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 102 og er það 25 stundum umfram meðallag, hið mesta frá því í mars 1996.



 


Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica