Sumarið 2002

Trausti Jónsson 9.1.2007

Sumarmánuðirnir júní til september voru vætusamir og sólarlitlir en fremur hlýir. Aðeins í júnímánuði var sólríkara en venja er í Reykjavík en á Akureyri var sólskin alla sumarmánuðina undir meðallagi. Sérlega vætusamt var í ágúst og september. Sumarhitinn á Akureyri var 10,0° og í Reykjavík 10,3° og er það um 1° yfir meðallagi á báðum stöðum. Úrkoma sumarins í Reykjavík var 280,2 mm sem er fimmtungi meiri en venja er og á Akureyri mældust 192,6 mm sem tæplega hálf önnur meðalalúrkoma þar. Sólskinsstundir voru 87 færri en venja er í Reykjavík, alls 524,6 og á Akureyri voru þær 107 færri, alls 448,7.



 


Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica