Júlí 2002

Trausti Jónsson 9.1.2007

Tíðarfar var ekki fjarri meðallagi, en mánuðurinn verður samt að teljast hafa verið í drungalegra lagi um mikinn hluta landsins.

Hiti var í meðallagi í Reykjavík eða 10,6 stig. Þetta er í fyrsta skipti síðan 1911 að júlímánuður er kaldari en júní, enda síðarnefndi mánuðurinn óvenju hlýr. Á Akureyri var meðalhitinn 10,9 stig og er það 0,4 stigum ofan meðallags. Í Akurnesi var meðalhitinn 10,6 stig og 7,1 á Hveravöllum og er það í meðallagi.

Úrkoma í Reykjavík mældist 44,8 mm sem 15% undir meðallagi en hún féll á 20 dögum sem er 2 dögum fleiri en í meðalári. Á Akureyri mældist úrkoman 32,7 mm og er það nákvæmlaga í meðallagi. Í Akurnesi mældust 78,2 mm og 38,8 mm á Hveravöllum.

Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 135 eð 36 færri en í meðalári og 115 á Akureyri en það er 43 færri en að meðaltali. Á Hveravöllum mældust sólskinsstundirnar 133.



 


Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica