Apríl 2002

Trausti Jónsson 9.1.2007

Þrátt fyrir tvö kuldaköst í apríl var meðalhitinn vel yfir meðallagi áranna 1961-1990. Fyrra hretið, kringum þann 11., var stutt en það síðara, sem hófst þann 25., var mun lengra með mikilli fannkomu norðan- og norðaustanlands.


Í Reykjavík var meðalhiti mánaðarins 3,9°C sem er 1° yfir meðallagi. Hlýrra var í apríl á árunum 1996-1998. Úrkoman mældist hálf önnur meðalúrkoma, 90,3 mm, og sólskinsstundir urðu 142,7, sem er 2,7 stundum umfram meðallag.
Á Akureyri var meðalhitinn 3,5° og er það 1,9° yfir meðallagi. Þarf að fara aftur til ársins 1984 að finna hærri meðalhita í apríl en þá var hann 4,4°. Úrkoman mældist fjórðungi minni en venja er, 22,8 mm, og sólskinsstundir mældust 110,2 sem er 20 stundum færri en í meðallagi.
Í Akurnesi var meðalhitinn 4,8° og úrkoman mældist 266,8 mm.
Á Hveravöllum var meðalhitinn -1,4°C. Úrkoman mældist 82,8 mm og sólskinsstundir 112,8. 


Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica