Veturinn 2002

Trausti Jónsson 9.1.2007

Veturinn var í meðallagi hvað hitafar snertir þegar á heildina er litið. Hlýindi voru mikil í desember og janúar en febrúar var óvenju kaldur.

Í Reykjavík var meðalhiti 0,2° og á Akureyri -1,6° og er það 0,2° yfir meðallagi á báðum stöðum. Úrkoman í Reykjavík mælist í rúmu meðallagi, 326,8mm, en á Akureyri var hún fjórðungi meir en venja er, 238,9mm. Sólskinsstundir í Reykjavík voru 272,8 sem er 70 stundum umfram meðallag og á Akureyri voru þær 118,6 og er það í tæpu meðallagi.



 


Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica