Mars 2002

Trausti Jónsson 9.1.2007

Tíðarfarið var kalt og þurrt fram yfir miðjan mánuð einkum á norðanverðu landinu en ekki var mikið um stórviðri. Eftir það var rysjótt tíð og talsverð úrkoma.

Í Reykjavík var meðalhitinn 0,3° sem er 0,2° undir meðallagi. Úrkoman mædist 91,4mm sem er rúmleg meðalúrkoma og sólskinsstundir voru 116 og er það 5 stundum umfram meðallag.
Á Akureyri var meðalhitinn -2,2° sem er 0,9 undir meðallagi. Úrkoman mældist 29,1mm og er það aðeins tveir þriðju hlutar þess er venja er. Sólskinsstundir voru 81,7 tæpum 5 stundum umfram meðallag.
Í Akurnesi var meðalhitinn 0,2° og úrkoman mældist 153,3mm.
Á Hveravöllum var meðalhitinn -6,2°, úrkoman mældist 49,6mm og sólskinsstundir 107,4.



 


Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica