Nóvember 2001

Guðrún Þ. Gísladóttir 9.1.2007

Mánuðurinn var fremur umhleypingasamur og þegar á heildina er litið var hlýtt og vætusamt. Kalt var fram undir þ.10. en þá var vonsku veður um allt land. Eftir það voru talsverð hlýindi þar til undir lokin að gerði snarpt kuldakast og festi snjó víða um land. Í nóvember árin 1999 og 1997 var talsvert hlýrra um allt land. Árið 1999 var álíka mikill snjór í Reykjavík.
Í Reykjavík var meðalhitinn 1,8° sem er 0,7° yfir meðallagi og úrkoma mældist í rúmu meðallagi 80,2 mm. Sólskinsstundir voru 18,9 sem er 20,1 færri en í meðalári.
Á Akureyri var meðalhitinn 1,1° og er það 1,5° yfir meðallagi. Úrkoman mældist einnig í rúmu meðallagi þar eða 60,1 mm og sólskinsstundir voru 8,2 sem er 6,8 stundum minna en í meðalári.
Í Akurnesi var meðalhitinn 1,2° og úrkoman mældist 114,6 mm.
Á Hveravöllum var meðalhitinn -4,1°. Úrkoman mældist 91,3 mm og sólskinsstundir 11,4.

 


Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica