Sumarið 2001

Trausti Jónsson 9.1.2007

Sumarið 2001 var fremur hagstætt. Lengst af var hægviðrasamt og áfallalaust en lítið um mjög hlýja daga. Meðalhiti sumarsins í Reykjavík var 10,1 stig og er það svipað mjög því sem verið hefur undanfarin sumur, en 0,7 stigum yfir meðallagi áranna 1961-1990. Á Akureyri var meðalhiti sumarsins 9,3 stig og er það 0,3 stigum yfir meðallagi. Úrkoma í Reykjavík var 17% umfram meðallag, en aðeins 80% af meðallagi á Akureyri. Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 659, en 585 á Akureyri, í báðum tilvikum er það í ríflegu meðallagi.



 


Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica