September 2001

Trausti Jónsson

Tíðarfar í nýliðnum septembermánuði var hagstætt víðast hvar á landinu. Meðalhiti í Reykjavík var 9,4 stig og er það 2 stigum ofan meðallags. Þetta er í hlýrra lagi, en þó varð talsvert hlýrra í september 1996. Á Akureyri mældist meðalhiti 8.4 stig eða 2,1 stigi ofan meðallags. Mun hlýrra var einnig á Akureyri í september 1996 en nú. Á Hveravöllum var meðalhitinn 4,9 stig eða 2,5 stigum ofan meðallags, en meðalhiti í Akurnesi var 8,5 stig.

Úrkoman í Reykjavík mældist 94,3 mm og er það um 40% umfram meðallag. Þetta er mesta septemberúrkoma í Reykjavík í rúm 10 ár. Úrkoman á Akureyri mældist 22,9 mm sem er um 60% meðalúrkomu. Sjö ár eru síðan jafnlítil úrkoma mældist á Akureyri í september. Í Akurnesi mældist úrkoman 111 mm, en 70,6 mm á Hveravöllum.

Í Reykjavík mældust 94,5 sólskinsstundir í mánuðinum og er það 30 stundum minna en í meðalárferði, alloft hafa sólskinsstundir þó orðið talsvert færri í september í Reykjavík. Sólskinsstundir á Akureyri mældust 81 og er það í rétt tæpu meðallagi. Á Hveravöllum mældust sólskinsstundirnar 70.



 


Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica