Júlí 2001

Trausti Jónsson 9.1.2007

Júlímánuður var í meðallagi hlýr, úrkoma var yfir meðallagi, en sólskinsstundir færri en í meðal ári. Fyrstu dagar mánaðarins voru hlýir víða, sérstaklega norðan og austan lands. Um miðbik mánaðarins var hlýjast sunnan lands og vestan, en kaldara norðan lands og austan. Í lok mánaðarins hlýnaði aftur norðan lands og austan.

Meðalhiti í Reykjavík var 10.9 stig og er það 0.3 stigum yfir meðallagi áranna 1961 - 1990. Á Akureyri var meðalhitinn 10.7 stig sem er 0.2 stigum hlýrra en í meðalári. Á Hveravöllum var meðalhitinn 7.0 stig sem er í meðallagi hlýtt. Í Akurnesi var meðalhitinn 10.5 stig. Úrkoma í Reykjavík mældist 80.4 mm sem 55% yfir meðallagi áranna 1961-1990. Á Akureyri mældist úrkoman 37.7 mm sem er 14% yfir meðallagi. Í Akurnesi mældust 29.5 mm og 57.1 mm á Hveravöllum sem er nærri meðallagi. Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 156.4 og er það 14.6 stundum minna en í meðalári. Á Akureyri mældust 128 sólskinsstundir sem er tæpum 30 stundum undir meðallagi. Á Hveravöllum mældust sólskinsstundirnar 142.1 sem er rúmlega 11 stundum undir meðallagi. 


Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica