Maí 2001
Maímánuður var í meðallagi hlýr sunnan til á landinu en úrkomusamur og sólarlítill. Um norðanvert landið var úrkomuminna og hlýrra.
Í Reykjavík var meðalhitinn 6,6° sem er 0,3° yfir meðallagi. Úrkoma mældist 87,1 mm sem er tæplega tvöföld meðalúrkoma. Mánuðurinn var sá sjötti í röðinni yfir vætusömustu maímánuði í Reykjavík og hefur ekki mælst svo mikil úrkoma þar síðan árið 1991. Mesta úrkoma í maí mældist árið 1989, 126,0 mm. Sólskinsstundir voru 130,6 sem er 61,4 stundum minna en í meðalári og með því m innsta sem mælst hefur. Árið 1991 mældust 109,3 sólskinsstundir.
Á Akureyri meðalhitinn 7,0° sem er 1,5° yfir meðallagi en talsvert hlýrra var þar árin 1998 og 2000. Úrkoman mældist 15,1 mm sem er fimmtungi minna en í meðalári og sólskinsstundir voru 168,7 sem er 5,3 stundum minna en venja er.
Í Akurnesi var meðalhitinn 6,8° og úrkoman mældist 81,9 mm.
Á Hveravöllum var meðalhitinn 1,3°, úrkoman mældist 73,3 mm og sólarstundir 161,7.