Nóvember 2000

Guðrún Þ. Gísladóttir 9.1.2007

Nóvembermánuður var hagstæður víðast hvar á landinu . Óvenju þurrt var um sunnanvert landið og hefur ekki mælst svo lítil úrkoma í nóvembermánuði í Reykjavík frá upphafi mælinga árið 1920. Í Reykjavík var meðalhitinn 0,9° sem er 0,2° undir meðaltali áranna 1961-1990. Úrkoman mældist 10,1 mm sem er aðeins sjöundi hluti þess sem venja er. Árið 1947 mældist úrkoman 13,3 mm og árið 1995, 17,5 mm. Sólskinsstundir voru 75,5 sem er 36,5 umfram meðallag. Sólskinsstundir í nóvember 1996 voru 79,2 og árið 1960 77,8.
Á Akureyri var meðalhitinn 0,3° sem er 0,7° yfir meðallagi. Úrkoman þar mældist 114,2 mm og er það tvöföld meðalúrkoma. Úrkoman 1991 var mun meiri, 140,6 mm og einnig var meiri úrkoma í nóvember 1972. Sólskinsstundir á Akureyri voru 10,1 sem er 4,9 stundum færri en venja er.
Í Akurnesi var hitinn 2,7° og úrkoman mældist 46,6 mm. Á Hveravöllum var hitinn -4,7°, úrkoman mældist 12,4 mm og sólskinsstundir 17,4.



 


Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica