Sumarið 2000

Guðrún Þ. Gísladóttir 9.1.2007

Sumarið var fremur hlýtt og sólríkt. Talsverð hlýindi voru júlí og september og einnig var ágúst góður en júní var í meðallagi. Sumarið 1996 var hlýrra bæði á Akureyri og í Reykjavík. Í Reykjavík var einnig hlýrra árin 1998 og 1991 og á Akureyri var sumarið 1984 hlýrra en nú. Á Akureyri var meðalhitinn 10,3° sem er 1,3° yfir meðaltali áranna 1961-1990. Úrkoman mældist fjórðungi minni en venja er, 106,8 mm, og sólskinstundir voru 749,3 rúmum 193 stundum umfram meðallag. Sólskinsstundir á Akureyri hafa ekki verið fleiri en sumarið 1976 kemst næst með 723,2 stundir. Í Reykjavík var meðalhitinn 10,1° sem er 0,8° yfir meðallagi. Úrkoman var 260,6 mm rúmum tíunda hluta umfram meðallag. Sólskinstundir voru 651,7 sem er um 41 stund meira en venja er.



 


Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica