September 2000

Guðrún Þ. Gísladóttir 9.1.2007

Septembermánuður var hlýr. Á norðan- og austanverðu landinu var þurrt og sólríkt. Mikið vatnsveður var á suðvestanverðu landinu dagana 12.-16. og stutt norðan áhlaup gekk yfir landið á eftir en að öðru leyti var tíðin góð.
Í Reykjavík var meðalhitinn 8,7° sem er 1,3° yfir meðaltalinu áranna 1961-1990 en svipað og meðaltal áranna 1931-1960. Árið 1996 var mun hlýrra, 10,4°, og einnig var hlýrra árið 1993. Úrkoman mældist 87,2 mm sem er þriðjungi meira en venja er og sólskinsstundir voru 140 sem er 15 stundum umfram meðallag.
Á Akureyri var meðalhitinn 8,4° sem er 2,1° yfir meðaltalinu1961-1990. Árið 1996 var hitinn 11,4°. Úrkoman þar mældist 30,2 mm sem er fjórðungi minna en venja er. Sólskinsstundir voru 125,2 og er það 39 stundum umfram meðallag. Aðeins hafa sólkinsstundir verið fleiri þrisvar áður árin 1976, 1994 og 1986.
Í Akurnesi var meðalhitinn 8,8° og úrkoman mældist 123,0 mm.
Á Hveravöllum var meðalhitinn 4,4°. Úrkoman mældist 94,7 mm og sólskinsstundir 125,2.



 


Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica