Janúar 2000
Janúarmánuður var fremur hlýr en sólarlítill. Álíka hlýtt var í Reykjavík árið 1998 en mun hlýrra árin 1996 og 1997. Á Akureyri þarf að fara aftur til áranna 1992 og 1991 til að finna hærri meðalhita í janúar. Talsvert frost var í byrjun mánaðarins en þ.13. hlýnaði snögglega og voru mikil hlýindi fram undir þ. 26. Í Reykjavík var meðalhitinn 0,7° sem er 1,2° ofan við meðallag. Úrkoman var í tæpu meðallagi, 74,5 mm, og sólskinsstundir mældust 7,7 sem er 19 stundum minna en venja er og hefur ekki mælst svo lítið sólskin í janúar síðan 1993. Á Akureyri var meðalhitinn einnig 0,7° en þar er 2,9° yfir meðaltalinu. Úrkoma mældist í góðu meðallagi, 62,4 mm, og sólskinsstundir voru 5,6, einni færri en venja er. Í Akurnesi var meðahitinn 0,4° og úrkoman mældist 41,1 mm. Á Hveravöllum var meðalhitinn -4,8° og var mun hlýrra þar árin 1996 og 1992. Úrkoman mældist 27,4 mm og sólskinsstundir 12,7.