Júní 1999

Trausti Jónsson 9.1.2007

Veðurlag í júnímánuði var í heild sinni nærri meðallagi á landinu. Þó gerði talsvert kuldakast um miðjan mánuð, en síðustu dagarnir voru víðast hvar hlýir. Hiti var nákvæmlega í meðallagi í Reykjavík eða 9,0 stig.
Á Akureyri var meðalhitinn 10,3 stig og er það 1,2 stigum ofan meðallags. Í Akurnesi var meðalhitinn 8,9 stig, en 5,4 á Hveravöllum.

Úrkoma var einnig nærri meðallagi bæði á Akureyri og í Reykjavík. Á Akureyri mældist hún 28mm eða nákvæmlega í meðallagi. Í Reykjavík mældust 47mm og er það um 93 prósent af meðalúrkomu júnímánaðar. Á Hveravöllum mældist úrkoman 93mm, en 108 í Akurnesi.

Sólskinsstundir voru með færra móti í Reykjavík, mældust 126 og er það 35 stundum minna en í meðalári. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 191 og er það 33 stundum umfram meðallag. Á Hveravöllum mældust sólskinsstundirnar 148.



 


Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica