Greinar

Desember 1998

Trausti Jónsson 9.1.2007

Desembermánuður var fremur hlýr og lengst af góðviðrasamur. Meðalhiti í Reykjavík var 1,2 stig og er það 1,4 stig umfram meðallag. Á Akureyri var meðalhitinn - 0,3 stig og er það 1,6 stigi yfir meðallagi. Í Akurnesi var meðalhitinn 1,5 stig, en -4,9 á Hveravöllum

Úrkoma var yfir meðallagi. Í Reykjavík mældist hún 95,8mm og er það um 20% umfram meðallag. Á Akureyri mældist úrkoma 83,7mm og er það meir en 50% umfram meðallag. Í Akurnesi mældist úrkoman 324,2mm og er það með allra mesta móti í einum mánuði á þeim slóðum. Á Hveravöllum mældist úrkoma 80,2mm.

Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 8 og er það 4 stundum minna en í meðaldesember. Sólskinsstundir á Akureyri mældust 0,4 og er það svipað og venjulega. Á Hveravöllum mældust sólskinsstundirnar 3.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica