Greinar

Nóvember 1998

Trausti Jónsson 9.1.2007

Tíðarfar í nóvember þótti fremur hagstætt.

Í Reykjavík var meðalhiti 2,2 stig og er það rúmu einu stigi yfir meðallagi. Á Akureyri var meðalhitinn -0,5 stig og er það nánast nákvæmlega í meðallagi. Í Akurnesi var meðalhitinn 2,8 stig, en - 3,3 á Hveravöllum.

Úrkoma í Reykjavík mældist 99mm og er það um þriðjung umfram meðallag. Úrkoma á Akureyri var einnig um þriðjung yfir meðallagi og mældist 72 mm. Úrkoma í Akurnesi mældist 229mm og 54mm mældust á Hveravöllum.

Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 39 og er það nákvæmlega í meðallagi. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 17 og er það einnig í meðallagi.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica