Greinar

September 1998

Trausti Jónsson 9.1.2007

Tíðarfar í nýliðnum september var fremur hagstætt. Hiti var lítillega ofan meðallags á landinu.

Meðalhitinn í Reykjavík var 8,3 stig og er það 0,9 stigum ofan við meðallag. Á Akureyri var meðalhitinn 6,6 stig og er það í rétt rúmu meðallagi. Á Hveravöllum var meðalhiti 3,2 stig, en 8,2 í Akurnesi.

Mjög þurrt var um landið suðvestanvert og mældist úrkoman í Reykjavík aðeins 23mm. Það er minnsta úrkoma í september frá 1954 og er aðeins um þriðjungur meðalúrkomu. Á Akureyri mældist úrkoman 50mm og er þa ð nærri þriðjungi umfram meðallag. Í Akurnesi mældust 91mm og 55 á Hveravöllum.

Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 136 og er það 11 stundum umfram meðallag. Á Akureyri mældust sólski nsstundirnar aðeins 62 eða 23 færri en í meðalárferði. Á Hveravöllum mældust 106 sólskinsstundir.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica