Greinar

Ágúst 1998

Trausti Jónsson 9.1.2007

Ágústmánuður var fremur hlýr á landinu. Í Reykjavík var meðalhitinn 11,3 stig eða 1 stig yfir meðallagi. Þetta er hæsti meðalhiti í ágúst síðan 1969. Á Akureyri var meðalhitinn 0,9 stig og er það 0,9 stigum ofan meðallags. Í Akurnesi við Hornafjörð var meðalhitinn 10,5 stig og 8,0 stig á Hveravöllum.

Úrkoma var mikil um stóran hluta landsins. Í Reykjavík mældist úrkoman 101mm og er það nærri tveim þriðju hlutum yfir meðallagi. Þetta er mesta úrkoma í ágúst frá 1984. Á Akureyri mældust 30mm og er það rétt í tæpu meðallagi. Í Akurnesi mældist úrkoman 190mm, en 77 á Hveravöllum.

Sólskinsstundir á landinu voru færri en í meðalári. Þær mældust 103 í Reykjavík og er það rúmlega fimmtíu stundum undir meðallagi. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 123 og 134 á Hveravöllum.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica