Greinar

Júlí 1998

Trausti Jónsson 9.1.2007

Nýliðinn júlímánuður var fremur kaldur um stóran hluta landsins. Meðalhiti suðvestanlands var þó í rúmu meðallagi, 11,1 stig í Reykjavík sem er hálfu stigi ofan við meðallag. Á Akureyri varð meðalhitinn 8,6 stig og er það 1,9 stigi undir meðallagi. Talsvert kaldara varð á Akureyri í júlí 1993. Í Akurnesi varð meðalhitinn 10 stig, en 6,7 á Hveravöllum

Úrkomu í mánuðinum var nokkuð misskipt eftir landshlutum. Um allstóran hluta landsins var úrkoma yfir meðallagi. Úrkoma í Reykjavík mældist 65,5 mm og er það um fjórðungi umfram meðallag. Á Akureyri mældist úrkoman 46mm sem er um 40% umfram meðallag. Ívið meiri úrkoma var á Akureyri í júlí 1991. Í Akurnesi var með allra þurrasta móti, úrkoman aðeins 26mm, en 57mm mældust á Hveravöllum.

Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 171 og er það nákvæmlega í meðallagi. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 101 og er það 57 stundum minna en í meðalárferði. Árið 1993 mældust sólskinsstundir á Akureyri mun færri, eða aðeins 59. Á Hveravöllum mældust 123 sólskinsstundir.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica