Greinar

Apríl 1998

Trausti Jónsson 9.1.2007

Mánuðurinn var fremur hlýr og þurrviðrasamur einkum sunnantil á landinu.

Í Reykjavík var meðalhitinn 4,0° sem er rúmlega 1° ofan við meðallag. Úrkoman mældist 18,1 mm sem er tæplega þriðjungur þess er venja er og hefur ekki mælst svo lítil úrkoma í apríl síðan árið 1979 en þá var hún 17,5 mm. Sólskinsstundir í Reykjavík voru 188,2 sem 48 umfram meðallag en þær voru mun fleiri árið 1994, 214,3.

Á Akureyri var meðalhitinn 1,5° sem er í tæpu meðallagi. Úrkoman mældist heldur minni en venja er, 26,2 mm, og sólskinsstundir voru 110,5 sem er 20 stundum færri.

Í Akurnesi var meðalhitinn 2,5°og úrkoman mældisti 31,3 mm.

Á Hveravöllum var meðalhitinn –2,6°, úrkoman mældist 27,3 mm og sólskinsstundir 156,2.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica
Á þessum vef eru vafrakökur notaðar við nafnlausar notkunarmælingar, en engin virkni tengist markaðssetningu. Sjá nánar