Greinar

Veturinn 1998

Trausti Jónsson 9.1.2007

Vetrarmánuðirnir desember 1997 til mars 1998 voru heldur hlýrri en í meðalárferði. Mánuðirnir desember og janúar voru hlýir, einkum desember, en febrúar og mars kaldir.

Meðalhiti í Reykjavík var 0,3 °C og á Akureyri -1,7 °C sem er 0,2 °C og 0,3 °C yfir meðaltali áranna 1961-1990.

Úrkoman í Reykjavík mældist í tæpu meðallagi, 294,0 mm, og á Akureyri var hún 205,4 mm sem er í rúmu meðallagi. Desember var vætusamastur í Reykjavík en febrúar á Akureyri.

Sólskinsstundir voru í meðallagi í Reykjavík, 198,8, en á Akureyri voru þær 158,3 sem er 32 stundum umfram meðallag.

Í Akurnesi var meðalhiti vetrarins 0,5 °C og úrkoman mældist 668,5 mm.

Á Hveravöllum var meðalhiti vetrarins -5,6 °C. Úrkoman þar mældist 284,2 mm og sólskinsstundir 173,5.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica