Greinar

Mars 1998

Trausti Jónsson 9.1.2007

Mánuðurinn var nokkuð kaldur um allt land en mikil fjölbreytni í veðurfarinu . Fyrstu viku mánaðarins var mikill kuldi á landi og komst frostið í 35 stig við Mývatn. Sums staðar norðaustanlands varð frostið meira en orðið hefur um nokkurra áratuga skeið. Þrátt fyrir þennan kulda í byrjun mánaðar vantaði talsvert upp á að mars næði því verða jafn kaldur og sami mánuður árið 1995, því þrjá góða hlýindakafla gerði síðar hluta mánaðarins. Krappar lægðir fóru yfir landið dagana 21.-23. með miklu hvassviðri og mánuðinum lauk með góðviðri um allt land.

Í Reykjavík var meðalhitinn -1,4 sem er 1,9 undir meðallagi. Úrkoma mældist 65,7 mm sem eru 4/5 hlutar meðalúrkomu. Sólskinsstundafjöldi var í meðallagi, 110,8 klst.

Á Akureyri var meðalhitinn -2,3 sem er 1,0 undir meðallagi. Úrkoman var í tæpu meðallagi, 33,3 mm, og sólskinsstundir, 95,4, sem er 19 stundum umfram það sem venja er

Í Akurnesi var meðalhitinn -1,0 og úrkoman þar mældist 75,1 mm. Á Hveravöllum var meðalhitinn -7,2 og úrkoman þar mældist 79,4 mm og sólskinsstundir 99,4.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica