Greinar

Febrúar 1998

Trausti Jónsson 9.1.2007

Tíðarfarið í mánuðinum var fremur kalt. Mesta frost mánaðarins í Reykjavík mældist þ. 28. , -11,9°. Sama mánaðardag árið 1990 mældist frostið í Reykjavík, -11,8°. Á Akureyri mældist minnstur hiti, -15,9°, þ. 12 og var einnig mjög kalt dagana á undan. Þ. 28. komst frostið í -12.8° á Akureyri. Mánuðurinn var fremur næðingssamur og hvessti mjög norðan til á landinu þ.14. og á öllu landinu í lok mánaðarins.

Í Reykjavík var meðalhitinn -1,0° og er það 1,4° undir meðallagi. Árið 1990 var meðalhiti febrúar -1,6° en mun kaldara var í febrúar árin 1989 og 1995. Úrkoma mældist í tæpu meðallagi, 69,1 mm. Sólskinsstundir voru 47,0 sem er fimm stund um færra en venja er.

Á Akureyri var meðalhitinn -3,3° og er það 1,8° undir meðallagi. Mun kaldara var þar árin 1989 og 1995. Úrkoma mældist 70,3 mm og er það rúmlega hálf önnur meðalúrkoma. Sólskinsstundir voru 52,2 sem er 16 stundum umfram meðallag.

Í Akurnesi var meðalhitinn -0,7° og úrkoma þar mældist 116,1 mm.
Á Hveravöllum var meðalhitinn -7,1°, úrkoman mældist 58,4 mm og sólskinsstundir 49,7.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica