Greinar

Janúar 1998

Trausti Jónsson 9.1.2007

Tíðarfarið hefur að jafnaði verið gott í mánuðinum, þrátt fyrir kuldakast sem gerði um miðjan mánuð og á eftir því hvassviðrisdaga þ. 20. og 21. Milt var fyrri hluta mánaðarins og vætusamt um austan- og norðanvert landið. Síðustu 10 dagana var hlýtt og fremur þurrt nema suðvestanlands. Janúarmánuðir áranna 1991, 1992 og 1996 voru talsvert hlýrri en nú.
Í Reykjavík var meðalhitinn 0,6° sem er 1,1° yfir meðallagi og úrkoman mældist 56,1 mm sem er um 3/4 hlutar meðalúrkomu. Sólskinsstundir mældust 32 sem er 5 stundum umfram meðallag.
Á Akureyri var meðalhitinn -0,6° sem er 1,6° yfir meðallagi. Úrkoman þar mældist í rúmu meðallagi, 58 mm, og sólskinsstundir voru 8,4 sem er ívið meir en venja er á Akureyri í janúar.
Í Akurnesi var meðalhitinn 1,0° og þar mældist úrkoman 238,7 mm og féll hún að stórum hluta fyrstu 10 daga mánaðarins.
Á Hveravöllum var meðalhitinn -5,4°, úrkoman þar mældist 46,5 mm og sólskinsstundir 19,7.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica