Október 1997

Trausti Jónsson 9.1.2007

Októbermánuður var fremur hlýviðrasamur en sólarlítill.
Í Reykjavík hafa ekki mælst eins fáar sólskinsstundir í október síðan árið 1969.

Í Reykjavík var meðalhitinn 5,6° sem er 1,2° yfir meðaltali áranna 1961-1990. Þetta er hlýjasti mánuður í Reykjavík síðan 1985. Úrkoman mældist í rúmu meðallagi, 89,6 mm, og sólskinsstundir voru 52,2 sem er 31 stundu minna en í meðalmánuði.
Á Akureyri var meðalhitinn 3,6° sem er 0,6° yfir meðllagi. Úrkoma þar mældist 66,7 mm sem er tæplega fimmtungi meir en venja er og sólskinsstundir voru 31,8 sem er 20 stundum færra en í meðalmánuði.
Í Akurnesi var meðalhitinn 4,3° og úrkoman þar mældist 111,8 mm.
Á Hveravöllum var meðalhitinn 0,1°, úrkoman mældist 59,4 mm og sólskinsstundir voru 50,7.



 


Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica