Júlí 1997

Trausti Jónsson 9.1.2007

Nýliðinn júlímánuður var nokkuð hlýr. Meðalhiti í Reykjavík varð 12,0 stig og er það 1,4 stigi yfir meðallagi. Á Akureyri var meðalhitinn 12,7 stig sem er 2,2 stigum yfir meðallagi. Í Akurnesi var meðalhitinn 10,8 stig, en 8,9 á Hveravöllum. Úrkomusamt var víða um land. Í Reykjavík mældist úrkoman 84mm og er það 60% umfram meðallag. Þetta er mesta úrkoma í júlí frá 1984, en þá var hún talsvert meiri. Úrkoma á Akureyri mældist 36mm. Það er um 10% umfram meðallag. Í Akurnesi mældust 107mm, en 43 á Hveravöllum. Heldur var mánuðurinn sólarlítill. Sólskinsstundir mældust 129 í Reykjavík og er það 42 stundum færri en í meðalári. Talsvert færri sólskinsstundir hafa þó mælst í júlí. Einnig var sólarlítið á Akureyri. Þar voru sólskinsstundirnar 132 og er það 26 stundum undir meðallagi. Á Hveravöllum voru aðeins 98 sólskinsstundir.

 


Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica