Vorið 1997

Trausti Jónsson 9.1.2007

Vormánuðirnir apríl og maí voru óvenju þurrviðrasamir og einnig fremur sólarlitlir. Meðalhitinn á Akureyri var 4,0° og í Reykjavík 5,0° sem er 0,4° yfir meðaltali á báðum stöðum. Í Reykjavík mældist úrkoman rúmlega helmingur þess er venja er, 53,1 mm, en á Akureyri aðeins þriðjungur þess er er venja er, 16,2 mm, og hefur ekki mælst minni úrkoma þar síðan 1941. Sólskinsstundir voru 310 í Reykjavík sem er 23 stundum minna en í meðalári og á Akureyri voru þær 255 ,sem er 50 stundum undir meðallagi.

 


Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica