Maí 1997

Trausti Jónsson 9.1.2007

Maímánuður var þurrviðrasamur og fremur kaldur. Í byrjun mánaðarins gerði kuldakast sem stóð fram að þ.9. um sunnanvert landið en fram undir miðjan mánuð norðanlands.

Í Reykjavík var meðalhitinn 6,0° sem er 0,3° undir meðallagi. Úrkoman mældist 14,1 mm sem er aðeins þriðjungur þess er venja er og sólskinsstundir voru 214 sem er 22 stundum umfram meðallag. Á Akureyri var meðalhitinn 4,9° sem er 0,6° undir meðallagi. Úrkoman mældist 4,8 mm sem er aðeins fjórðungur þess er venja er og hefur ekki mælst minni úrkoma þar síðan í maí 1987. Sólskinsstundir voru 152 á Akureyri sem er 23 minna en í meðallagi. Í Akurnesi var meðalhitinn 5,3° og úrkoman mældist 24 mm. Á Hveravöllum var meðalhitinn 0,2°, úrkoman mældist 35 mm og sólskinsstundir 135. 


Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica