Mars 1997

Trausti Jónsson 9.1.2007

Marsmánuður var mjög rysjóttur framan af, en síðari hlutinn var öllu stilltari og hagstæðari.
Hiti var lítillega undir meðallagi. Í Reykjavík var meðalhiti -0,3° og er það 0,8° undir meðallagi. Á Akureyri var meðalhitinn -1,8° og er það hálfri gráðu undir meðallagi. Í Akurnesi var meðalhitinn 0,6°, en á Hveravöllum var að maeðaltali 6,5° frost.

Úrkoma í Reykjavík mældist 100 mm og er það í rúmu meðallagi. Á Akureyri mældist úrkoman 42 mm sem er í meðallagi. Í Akurnesi mældust 156 mm, en 89 á Hveravöllum.

Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 111 sem er nákvæmlega í meðallagi. Á Akureyri urðu sólskinsstundirnar 61 og er það 16 stundum undir meðallagi.



 


Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica