Janúar 1997

Trausti Jónsson 9.1.2007

Janúarmánuður var fremur hlýr einkum um sunnanvert landið. Fram undir miðjan mánuð var rólegt veður og úrkomulítið en síðari hlutann var upphleypingasamt og var veðrið hvað verst dagana 23. - 26.
Í Reykjavík var meðalhitinn 1,0° sem er 1,5° yfir meðallagi. Úrkoman í Reykjavík mældist 54 mm sem er rúmlega 2/3 hlutar þess sem venja er og sólskinsstundir voru 9 sem er 18 stundum minna en í meðalári.
Á Akureyri var meðalhitinn -1,2° og er það 1,0° yfir meðallagi. Úrkoman mældist 45 mm sem er um fimmtungi minna en í meðalári. Sólskinsstundir voru 10 sem er 3 stundum meir en venja er.
Í Akurnesi var meðalhitinn 0,4° og úrkoman mældist 98 mm.
Á Hveravöllum var meðalhitinn -5,2°. Úrkoman mældist 55 mm og sólskinsstundir 10,6.

 


Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica