Veðurhorfur á landinu

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Hæg breytileg átt og dálítil él, en gengur í norðan 8-13 seinnipartinn. Suðvestan 3-10 og áfram él á morgun, en suðaustlægari og fer að snjóa seint annað kvöld. Hiti kringum frostmark.
Spá gerð: 21.12.2024 09:41. Gildir til: 23.12.2024 00:00.

Suðurland

Hæg norðlæg eða breytileg átt og stöku él, en norðvestan 8-15 m/s seinnipartinn, hvassast vestast. Vestlæg átt, 3-10 og dálítil él á morgun, en suðlægari og fer að snjóa um kvöldið. Frost 0 til 8 stig.
Spá gerð: 21.12.2024 09:32. Gildir til: 23.12.2024 00:00.

Faxaflói

Hægviðri og skúrir eða él, en gengur í norðan 8-15 m/s síðdegis, en allt að 20 m/s á Snæfellsnesi. Vestlæg átt, 5-13 og él á morgun, en suðlægari og fer að snjóa seint annað kvöld. Frosti 1 til 8 stig.
Spá gerð: 21.12.2024 09:32. Gildir til: 23.12.2024 00:00.

Breiðafjörður

Gengur í norðan 5-13 m/s með éljum, en 10-18 síðdegis, hvassast vestast. Dregur úr vindi og éljum seint kvöld og nótt, suðvestan 3-10 á morgun, en suðlægari annað kvöld. Frost 0 til 7 stig.
Spá gerð: 21.12.2024 09:32. Gildir til: 23.12.2024 00:00.

Vestfirðir

Norðan 8-15 m/s, en 10-18 síðdegis, hvassast nyrst. Dregur úr vindi í kvöld, suðlæg átt, 3-10 á morgun. Frost 2 til 8 stig.
Spá gerð: 21.12.2024 09:32. Gildir til: 23.12.2024 00:00.

Strandir og Norðurland vestra

Hæg breytileg átt og dálítil snókoma, en gengur í norðan og norðvestan 8-15 m/s með éljum síðdegis, fyrst á Ströndum. Suðlæg átt, 3-8 og stöku él á morgun. Frost 2 til 10 stig.
Spá gerð: 21.12.2024 09:32. Gildir til: 23.12.2024 00:00.

Norðurland eystra

Hæg breytileg átt og skýjað framan af degi, en síðan vaxandi norðvestanátt og él, 8-15 í kvöld, hvassast á annejsum. Lægir á morgun og léttir til. Frost 0 til 10 stig.
Spá gerð: 21.12.2024 09:32. Gildir til: 23.12.2024 00:00.

Austurland að Glettingi

Gengur í norðvestan 8-15 m/s með éljum, en 10-18 undir kvöld, hvassast á annesjum. Lægir á morgun og léttir til. Frost 2 til 10 stig.
Spá gerð: 21.12.2024 09:32. Gildir til: 23.12.2024 00:00.

Austfirðir

Hæg norðvestlæg átt, skýjað með köflum og hiti nærri frostmarki, 10-18 m/s og dálítil él í kvöld og kólnar, hvassast sunnantil. Lægir á morgun og léttir til.
Spá gerð: 21.12.2024 09:32. Gildir til: 23.12.2024 00:00.

Suðausturland

Norðvestlæg átt, 3-10 m/s og bjart með köflum, en hvessir seinnipartinn, 8-15 í kvöld, 10-18 í nótt, hvassast í vindstrengjum. Lægir í fyrramálið og rofar til. Hiti kringum frostmark.
Spá gerð: 21.12.2024 09:32. Gildir til: 23.12.2024 00:00.

Miðhálendið

Breytileg átt, 3-8 m/s og skýjað framan af degi, en gengur síðan í norðvestan 8-15 með éljum, fyrst vestantil. Suðvestlæg átt, 5-10 og él, einkum vestantil á morgun, en suðlægari annað kvöld. Frost 6 til 12 stig.
Spá gerð: 21.12.2024 09:32. Gildir til: 23.12.2024 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag (Þorláksmessa):
Gengur í suðaustan 15-23 m/s með rigningu eða slyddu um morguninn og hita 2 til 7 stig, en snýst í suðvestan 13-20 eftir hádegi með skúrum og síðar éljum og kólnar, en styttir fyrir austan.

Á þriðjudag (aðfangadagur jóla):
Suðvestan 10-18 m/s og él, en snjókoma eða slydda um tíma síðdegis sunnan- og vestanlands og hvessi með kvöldinu. Hægara og úrkomuítið norðaustantil. Vægt frost víða um land, en frostlaust með suðurströndinni.

Á miðvikudag (jóladagur):
Útlit fyrir hvassa suðvestanátt með éljagangi, en bjartviðri norðaustantil. Frost víða 0 til 6 stig.

Á fimmtudag (annar í jólum) og föstudag:
Líklega suðvestlæg eða breytilega átt með snjókomu eða éljum víða á landinu og áfram svalt í veðri.
Spá gerð: 21.12.2024 08:11. Gildir til: 28.12.2024 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica