Fyrirvari - tilraunakeyrsla

Dreifing brennisteinstvíildis næstu þrjá daga. Styrkurinn eykst að eldstöðinni. Tilraunakeyrsla, sjá fyrirvara.

Um gasdreifingarlíkanið

Myndin sýnir spá um dreifingu brennisteinstvíildis, SO2, sem kemur frá flákanum í Holuhrauni á hverri klukkustund.

Styrkur SO2 við upptökin er metinn á grundvelli fjarkönnunargagna og spáin um dreifingu SO2 byggist á vindaspám. Keyrslurnar eru gerðar tvisvar á dag og byggjast á greiningu gagna frá evrópsku reiknimiðstöðinni ECMWF kl. 00 og kl. 12 (sjá efst í hægra horni).

Litakvarðinn sem notaður er til að sýna niðurstöður reikninga tekur mið af töflu Umhverfisstofnunnar um áhrif SO2 á heilsufar.

Fyrirvari

Veruleg óvissa er í mati á styrk SO2 með fjarkönnunargögnum. Einnig geta vindaspár verið misáreiðanlegar. Báðir þessir þættir hafa áhrif á mat á styrk SO2 í lofti fjær Holuhrauni.

Aðrar gasdreifingarspár

Gefnar verða út textaspár, með kortum sem veðurfræðingur á vakt hefur yfirfarið og staðfest, ef þurfa þykir.


Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica