Greinar
Ísing
Ísing.

Dulvarmi

Raki í lofthjúpnum IV

Trausti Jónsson 4.6.2007

Þegar ís bráðnar og verður að fljótandi vatni tekur hann upp varma frá umhverfinu sem svarar 3,34*105 J/kg við 0°C (80 cal/g). Þetta er svokallaður bræðsluvarmi íss. Orkan sem fer í að breyta fljótandi vatni í eim nefnist gufunarvarmi. Hann er mun meiri en bræðsluvarminn, eða 25*105 J/kg (600 cal/g) við 0°, en 22,5*105 J/kg við 100°C (540 cal/g).

Gufunarvarmi íss (ís getur gufað beint upp) er 28,34*105 J/kg (680 cal/g) við 0°C. Ef vatn frýs eða vatnsgufa þéttist eða vatnsgufan fellur beint út sem ís (hélar) skilar þessi varmi sér aftur til umhverfisins.

Þetta eru stórar tölur, varmarýmd vatns er mjög mikil. Uppgufun vatns tefur mjög fyrir upphitun (hækkun hita) og að sama skapi tefur þétting kólnun. Loft sem inniheldur vatnsgufu inniheldur mun meiri varma en beinn aflestur á hitamæli sýnir, hluti varmans er dulinn og nefnist því einfaldlega dulvarmi. Auk gufunarvarmans er telst bræðsluvarmi einnig dulvarmi.

Úr veðurbók Trausta Jónssonar

Skylt efni er að finna í næstu fróðleiksgrein um raka í lofthjúpnum (eða fyrri grein).



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica