Greinar
hrim_a_hestasteini
Yfirborðshrím á hestasteini. Myndin er tekin á gamlársdag 2009.
1 2 3 4 5 6

Yfirborðshrím 2

Guðrún Nína Petersen 15.1.2010

Eins og fram kemur í tíðafarsyfirliti desembermánaðar 2009 einkenndist síðari hluti hans af kulda og stillum. Aðstæður til hrímmyndunar voru því eins og best er á kosið, sjá fróðleiksgreinina Yfirborðshrím.

Myndirnar sem hér eru sýndar eru teknar við sumarbústað ofarlega í Grímsnesinu á gamlársdag og nýársdag. Hiti við bústaðinn mældist þessa dagana frá 6 stiga frosti, yfir miðjan daginn, niður í rúmlega 13 stiga frost. Eins var mikil stilla. Á veðurstöðinni við Skálholt, sem er skammt frá en stendur nokkuð hærra, var frostið á bilinu 6 til 12 stig.



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica