Veðurstofa íslands

Valmynd.


Hlusta
Geislun

Mælingar á geislun

Útfjólublá geislun

Útfjólubláir geislar frá sólu geta verið skaðlegir mönnum en ósonlagið, sem er að finna í heiðhvolfi lofthjúpsins, veitir vörn við þeim. Þykkt þess er þó breytileg.

Fylgst er með útfjólublárri geislun í Reykjavík og svokallaður UV-stuðull er gefinn út daglega. Þessi stuðull tekur mið af skýjahulu og ráðleggingar um sólarvörn fylgja.

Tækið sem nemur útfjólubláu geislana er staðsett á þaki aðalhúss Veðurstofunnar við Bústaðaveg.

Sólskinsmælir um nótt
glerkúla í málmhlíf, svartur næturhiminn að baki
Mynd 1. Sólskinsstundamælir á svölum þriðju hæðar húss Veðurstofu Íslands í október 2008. © Guðrún Pálsdóttir.

Inngeislun frá sól

Á þaki aðalhúss Veðurstofunnar er einnig mæld bein geislun og dreifð geislun frá sól og skráð hversu margar klukkustundir sólin skín á hverjum sólarhring.

Í mælireitnum við húsið er hins vegar numin heildarinngeislun frá sól og hitageislun frá jörð (innrauð geislun) og skráð jafnvægi þessara þátta, sem gefur vísbendingu um það hvort veður fer kólnandi eða hlýnandi.

Sólgeislun er mæld á nokkrum stöðum á Íslandi.

Gamma geislun

Í samvinnu við Geislavarnir ríkisins hafa verið settir upp mælar sem nema gamma-geislun á fjórum stöðum á Íslandi: í Reykjavík, í Bolungarvík, á Raufarhöfn og á Höfn í Hornafirði, eða í suðri, vestri, norðri og austri. Veðurstofa Íslands sér um rekstur mælanna og gagnasöfnun.

Þetta eru sjálfvirkar stöðvar sem nema bakgrunnsgeislun í sífellu en þær nýtast einnig vel til viðvarana. Yrði slys, þannig að ský geislavirkra efna bærist yfir Ísland, myndu þær sýna markverða aukningu í gammageislun.

Bolungarvík
Bolungarvík og fjallið Ernir
Mynd 2. Bolungarvík og fjallið Ernir. Gamall símastaur gegnir nýju hlutverki fyrir sjálfvirka veðurstöð. © Sigvaldi Árnason.

Fræðsluefni má finna á vef Geislavarna, svo og margþætta vöktun stofnunarinnar.

Veðurstofan sendir einnig sýni af úrkomu til Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar.


Tengt efni

  • Umhverfisráðuneytið
  • Umhverfisstofnun
  • Landgræðsla ríkisins
  • Landbúnaðarháskóli Íslands
  • Náttúrufræðistofnun Íslands
  • Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn
  • Skógrækt ríkisins
  • Stofnun Vilhjálms Stefánssonar
  • Norska loftrannsóknastofnunin
  • Samningurinn um loftmengun sem berst langar leiðir

vedur.is

  • Forsíða
  • Veður
  • Jarðhræringar
  • Vatnafar
  • Ofanflóð
  • Loftslag
  • Hafís
  • Mengun
  • Um Veðurstofuna

Mengun

  • Mengun
  • Geislun
  • Óson
  • Fróðleikur

Leit á vefsvæðinu


Aðrir tengdir vefir

  • English
  • Farsímavefur

Samskipti

© Veðurstofa Íslands | Bústaðavegi 7-9 | 105 Reykjavík | Sími 522 6000 | Fax 522 6001 | Veðursími 902 0600
Kennitala 630908-0350 | Hafa samband | Starfsfólk | Notkunarskilmálar | Veftré | Spurt og svarað um vefinn | Persónuvernd


Þetta vefsvæði byggir á Eplica