Greinar

Hitamet á íslenskum veðurstöðvum 1873-1923

Trausti Jónsson 11.7.2007

Taflan hér að neðan sýnir hæsta hámarkshita sem mældist á einstökum veðurstöðvum á tímabilinu 1873 til 1923. Danska veðurstofan hóf mælingar hér á landi 1873 og þá var farið að mæla hita í mæliskýlum, en þau höfðu óvíða verið notuð fram að þeim tíma. Mjög fáar stöðvar mældu allt þetta tímabil, en allmargar í fáein ár. Í nokkrum tilvikum vantar einstök ár inn í þau tímabil sem tilfærð eru í töflunni. Fyrstu ár Veðurstofunnar, frá 1920 og fram yfir miðjan þriðja áratuginn, var hámarkshiti aðeins mældur á örfáum stöðvum. Líklega hefur það ekki mikil áhrif á metin því fremur lítið var um hitabylgjur á þessum árum. Frekari athugasemdir og skýringar á dálkaheitum er að finna í texta undir töflunni.

Nafn

Hámark Ár Upphaf Endir Númer
Aðalvík á Hornströndum 20,5 1882 1882 1882 281
Akureyri 29,9 1911 1881 1923 422
Arnarbæli í Ölfusi 21,4 1919 1918 1920 965
Bergstaðir í Skagafirði 21,2 1881 1881 1881 361
Bjarnarnes í Hornafirði 21,4 1887 1884 1890 712
Blönduós veðurfarsstöð 20,6 1889 1888 1889 341
Blönduós skeytastöð 22,6 1911 1906 1911 341
Borðeyri í Hrútafirði 22,2 1891 1883 1893 304
Bær í Hrútafirði 21,4 1919 1916 1920 306
Djúpivogur 22,1 1874 1873 1881 676
Eyrarbakki 23,6 1891 1880 1910 923
Fagurhólsmýri í Öræfum 23,1 1916 1903 1919 745
Fiskilækur í Melasveit 21,1 1883 1882 1883 99
Flatey á Breiðafirði 16,9 1882 1881 1883 210
Flateyri 22,1 1883 1882 1884 244
Gilsbakki í Borgarfirði 26,6 1908 1888 1910 121
Grímsey 26,2 1876 1873 1923 404
Grímsstaðir á Fjöllum 28,1 1911 1907 1923 495
Hafnarfjörður 22,6 1894 1877 1898 11
Holt í Önundarfirði 20,2 1908 1898 1908 239
Hrepphólar í Hrunamannahreppi 21,8 1880 1880 1882 905
Hrísar í Eyjafirði 23,7 1885 1881 1887 430
Ísafjörður 20,2 1901 1898 1904 254
Ísafjörður, skeytastöð 22,4 1918 1909 1919 254

Efst í töflu

Kjörseyri í Hrútafirði 25,1 1911 1911 1915 304
Kjörvogur í Árneshreppi 13,0 1882 1882 1882 290
Kórekstaðir á Úthéraði 25,0 1901 1899 1901 561
Möðrudalur 28,8 1894 1886 1918 490
Möðruvellir í Hörgárdal 28,6 1911 1892 1923 419
Nefbjarnarstaðir á Úthéraði 29,1 1911 1907 1919 564
Núpufell í Eyjafirði 25,7 1888 1889 1886 430
Papey 22,1 1916 1873 1919 680
Raufarhöfn 24,4 1889 1885 1898 505
Reykjavík 24,7 1891 1881 1923 1
Sandfell í Öræfum 21,4 1901 1898 1902 747
Sauðanes á Langanesi 25,9 1911 1903 1916 508
Seyðisfjörður 28,9 1911 1907 1919 615
Siglufjörður 21,1 1883 1881 1883 401
Skagaströnd 20,0 1883 1877 1883 348
Skeggjastaðir í Bakkafirði 24,0 1889 1885 1889 520
Stórhöfði í Vestmannaeyjum 19,2 1923 1922 1923 815
Stórinúpur í Hreppum 26,6 1891 1883 1919 906
Stykkishólmur 22,9 1894 1873 1923 178
Syðra-Lón á Langanesi 20,9 1883 1883 1883 506
Teigarhorn í Berufirði 26,3 1886 1882 1923 675
Valþjófsstaður í Fljótsdal 24,5 1880 1880 1883 591
Vestmanneyjakaupstaður 22,4 1919 1878 1921 816
Vestmanneyjakaupstaður skeytastöð 23,2 1919 1912 1919 816
Vífilsstaðir við Reykjavík 20,8 1911 1911 1917 15
Þórshöfn á Langanesi 23,4 1917 1917 1917 507

Efst á síðu

Fyrsti dálkurinn í töflunni sýnir nafn stöðvarinnar, þeir tveir næstu hæsta hámarkshita stöðvarinnar og hvaða ár hann mældist. Síðan kemur upphafsár stöðvarinnar, hér ber að athuga að taflan nær ekki lengra aftur en til 1873 og hámarksmælingar hófust ekki alltaf um leið og stöð var stofnsett. Hafi hámarksmælingum verið hætt á tímabilinu kemur það ártal fram í næstsíðasta dálknum, en árið er sett 1923 ef mælingarnar ná til enda þessa ákveðna tímabils. Síðasti dálkurinn er innra númer stöðvarinnar (fyrir starfsmenn Veðurstofunnar).


Almennt má segja að tölurnar séu trúverðugar. Það er helst talan í Grímsey sem staðið hefur í mönnum. Þótt mælingar 1876 séu mjög af skornum skammti er samt ljóst af athugunum annarra stöðva að óvenjuhlýtt var á landinu þennan dag. Í gögnum tímabilsins er sleppt einni tölu frá Möðrudal, en í skýrslu stöðvarinnar er getið um 32,8 stiga hita í júlí 1901. Ekki var afbrigðilega hlýtt annars staðar á landinu þennan dag og líklega er um misritun að ræða.

Áberandi mesta hitabylgja tímabilsins er í júlí 1911, en þá var óvenjulegur hiti víða um land. Á Suðurlandi voru óvenjulegir hitar í júní 1891.

Sjá einnig Hitamet á íslenskum veðurstöðvum 1924-2007.

Teigarhorn í Berufirði.
Teigarhorn í Berufirði.
Mynd 1. Teigarhorn í Berufirði laust fyrir aldamótin 1900. Úrkomumælarnir standa neðarlega í túninu. Ljósmynd: Þjóðminjasafn Íslands.


Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica