Áhrif sjávarhita: hlýjast í Grímsey
Hinn 24. október 2006 kl. 12 á hádegi var frost um nær allt Ísland. Aðeins á einum mælistað var hitinn hærri en frostmarkið, en það var í Grímsey á Skjálfandaflóa. Þar reyndist hitastigið vera 0,6°C samfara vindi sem var 10 m/s af norðaustri.
Í þessu tilviki var sjórinn fyrir norðan land enn það hlýr og varmagefandi að þrátt fyrir kaldan loftmassann úr norðri náði hann að hitna í neðstu lögum þegar loftið blés yfir sjóinn.
Svipað gerðist á Garðaskagavita þar sem hitinn var við frostmark.
Annars staðar voru útgeislunaráhrif landsins meiri og mældist því frost, mest í innsveitum og á hálendinu, meira að segja í Vestmannaeyjum þar sem hiti mældist -1,6 stig á hádegi.