Greinar
Vindhraði í Öræfum 16. nóv. 2006.
Vindhraði í Öræfum 16. nóv. 2006. Af vef Vegagerðarinnar.

Byljótt undir fjöllum

Einar Sveinbjörnsson 29.11.2006

Morguninn 16. nóv. 2006 mældist hviða upp á 50 m/s á hringveginum við Lómagnúp. Vegagerðin er þarna með mæli og sjá mátti að kl. 09 var meðalvindur á þessum stað 29 m/s. Athyglisvert er einnig að sjá hvað fjöllin hafa þarna mikil áhrif, ýmist til mögnunar vinds en skjóls. Þannig var nánast skjól á stað sem kallast Öræfasveit, eða nánar tiltekið við Sandfell, en 23 m/s við veginn nærri Kvískerjum. Myndin, sem fengin er af vef Vegagerðarinnar 16. nóv. 2006, sýnir þetta.

Í NNA-átt eru einkum tveir staðir við hringveginn þar sem vindur getur orðið sérlega byljóttur og beinlínis hættulegur umferð þegar verst lætur. Auk Lómagnúps er það Kjalarnesið, en þar fór vindhraðinn upp í 44 m/s í mestu hviðum morguninn 16. nóv. 2006. Við Sandfell, þar sem var nánast logn á sama tíma, ætlar hins vegar allt um koll að keyra ef hann er hvass á austan.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica