Greinar
Frá Vestmannaeyjum
Frá Vestmannaeyjum.

Hátíðarveðrið í rúm 60 ár

Þórður Arason 20.12.2013

Hvernig væri að rifja upp jólaveðrið aftur í tímann?

Á einföldum Íslandskortum, sem sýna veðrið á hádegi, er hægt að sjá í einföldum dráttum hvernig veðrið var á jóladag allt frá árinu 1949.

Til þess að veita yfirsýn eru mest 10 kort sýnd á hverri skjámynd, t.d. 2001-2010. Hægt er að flakka fram og aftur í tíma ef smellt er á - 10 ár eða + 10 ár efst í vinstra horni.

Svo er hægt að sjá hvernig veðrið var klukkan sex á aðfangadagskvöld eða á miðnætti á gamlárskvöld eins langt aftur og óskað er (nota +/- 10 ár).

Fleiri merkisdaga má velja úr lista fyrir ofan almanak ársins eða skrifa inn dagsetningu að eigin vali.

Fjallað um jólaveðrið

Lesa má um snjóhulu og snjódýpt að morgni jóladags í Reykjavík á árunum 1921 - 2008 og í fróðleiksgrein má lesa um jólasnjó í Reykjavík frá 1875 - 1920.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica