Greinar
lítill hópur manna við fána
Nýkosinn forseti WMO, David Grimes, er annar frá hægri.

Alþjóðaveðurfræðistofnunin og norðurslóðir

Nýr forseti WMO

Trausti Jónsson 3.6.2011

Þann 25. maí var nýr forseti (president) kosinn á aðalþingi Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO), til fjögurra ára. Það er Kanadamaðurinn David Grimes og tekur hann við af Rússanum Alexander Bedritskiy sem verið hefur forseti frá árinu 2003.

Forseti WMO leiðir þing stofnunarinnar og fundi framkvæmdaráðs og hefur hlutverk samsvarandi stjórnarformennsku í risastóru fyrirtæki. Stjórn WMO leggur línurnar um starfsemi hennar og fylgist síðan með henni.

Aðalþingið, sem kemur saman á fjögurra ára fresti, velur einnig aðalframkvæmdastjóra. Núverandi aðalframkvæmdastjóri er Frakkinn Michel Jarraud sem gengt hefur starfinu frá 1. janúar 2004 og framlengdi nýafstaðið aðalþing samning hans um fjögur ár.

Stefnubreyting

Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofunnar og Halldór Pétursson þróunarstjóri Veðurstofunnar, sóttu aðalþingið fyrir Íslands hönd. Í viðtölum við kanadísk blöð hefur nýi forsetinn, David Grimes, gefið í skyn að athygli stofnunarinnar muni beinast að norðurslóðum í meira mæli en verið hefur um nokkurt skeið. Líklegt er að slík stefnubreyting muni hafa áhrif á starfsemi Veðurstofu Íslands.

Starfslýsing forsetans hljóðar svo á ensku: "The President presides over the sessions of Congress and the Executive Council, guides and coordinates the activities of the Organization and its various bodies, issues directives to the Secretary-General with respect to the fulfilment of his duties, takes action in the interest of the Organization on behalf of the Executive Council and in consultation with its members, between the sessions of the Council, and carries out other specific duties as prescribed by decisions of Congress, the Executive Council and the Regulations of the Organization."

merki, lógó



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica