Greinar

Úrkoma í grennd við Eyjafjallajökul

Aska eftir eldgosið 2010

Þórður Arason 10.6.2010

Aska liggur yfir byggðum jafnt sem afréttum í nágrenni Eyjafjallajökuls eftir eldgosið sem hófst þann 14. apríl 2010. Samkvæmt efnagreiningum á nokkrum sýnum er flúor í öskunni en hann er skaðlegur búfé. Flúorinn er vatnsleysanlegur og skolast því úr öskunni við úrkomu. Flúor getur talist bætiefni fyrir gróður ef hann berst í hæfilegu magni niður í jarðveginn.

Veðurstofan vill auðvelda bændum, og öðrum sem hagsmuna hafa að gæta, að fylgjast með úrkomu á þeim svæðum þar sem aska liggur eða þar sem hún getur safnast við öskufjúk.

eyjafj

Hér má fylgjast með úrkomu á nokkrum veðurstöðvum í grennd við Eyjafjallajökul.



Tafla 1. Vikuúrkoma (mm) á mönnuðum veðurstöðvum vorið 2010

vika Stórhöfði Skógar Vatnsskarðshólar Vík Snæbýli Kirkjubæjarklaustur
14.-17. apríl * 5,7 33,7 19,8 24,2 4,2 2,5
18. - 24. apríl 4,4 15,5 5,8 24,4 13,1 6,0
25. apríl - 1. maí 30,0 21,4 20,9 75,7 47,4 26,4
2. - 8. maí 6,3 (1,0) ** 0,9 0,8 0,5 1,7
9. - 15. maí 18,3 19,3 16,9 26,6 29,7 20,7
16. - 22. maí 30,3 32,2 32,6 84,0 96,9 68,9
23. - 29. maí 0,0 0,6 1,0 1,6 (2,2) ** 6,4
30. maí - 5. júní 6,5 1,2 4,4 13,7 12,9 11,3
6. - 12. júní 4,9 17,7 8,1 8,2 (0,0) 10,0
13. - 18. júní * (27,2) (24,6) (15,3) (35,8) (6,0) (20,8)

* Fyrsta og síðasta vikan eru ekki heilar. Annars miðast úrkomutölur við vikutíma og skiptir kl. 9 að morgni á laugardögum.

** Smávægileg eyða í mæliröð er auðkennd með sviga ( ).



Tafla 2. Vikuúrkoma (mm) á sjálfvirkum veðurstöðvum vorið 2010

vika Þykkvibær Kálfhóll Sámsstaðir Surtsey Vestmanna eyjabær Önundarhorn

Kirkjubæjarkl. Stjórnarsandur

14. - 17. apríl * 9,3 18,0 16,2 3,8 6,5 - 1,9
18. - 24. apríl 3,7 4,3 4,1 1,7 5,4 - 0,8
25. apríl - 1. maí 23,6 14,7 26,2 35,6 18,5 - 17,4
2. - 8. maí 4,7 3,0 3,8 6,5 4,2 - 1,1
9. - 15. maí 15,2 16,2 18,3 13,8 20,4 - 24,2
16. - 22. maí 36,3 25,1 29,1 14,4 1,6 - 46,9
23. - 29. maí 0,1 -0,5 ** 0,4 0,2 0,2 - 6,3
30. maí - 5. júní 0,4 -0,2 0,5 5,6 0,1 (0,2) 10,5
6. - 12. júní 5,2 11,1 10,0 1,5 0,2 14,7 7,1
13. - 18. júní * (19,3) (15,3) (22,3) (22,1) (1,6) (7,2) (14,6)

* Eins og í Töflu 1, eru fyrsta og síðasta vikan ekki heilar og úrkomutölur miðast við vikutíma og skiptir kl. 9 að morgni á laugardögum.

** Á Kálfhóli er vigtunarmælir þar sem uppsöfnuð úrkoma er vigtuð í fötu. Þar getur uppgufun og mælisuð í þurrviðri komið fram sem neikvætt gildi.




Hægt er að skoða sjálfvirkt uppfærðar töflur af vikuúrkomu í grennd við Eyjafjallajökul. Skoða má sólarhringsúrkomu frá veðurstöðvum á Íslandi og einnig úrkomumæliraðir frá fyrrnefndum veðurstöðvum:

Mannaðar veðurskeytastöðvar

Á mönnuðum veðurskeytastöðvum er uppsöfnuð úrkoma athuguð og mæld tvisvar á dag, kl. 9 og 18.

Mannaðar úrkomustöðvar

Á mönnuðum úrkomustöðvum er uppsöfnuð úrkoma athuguð og mæld einu sinni á dag, kl. 9 að morgni. Eins úrkomumælir er á skeyta- og úrkomustöðvum.

Sjálfvirkar veðurstöðvar með úrkomumæli

Sjálfvirkar veðurstöðvar mæla og skrá úrkomumagn á 10 mín fresti. Allar stöðvarnar eru með sk. vippumæli, nema á Kálfhóli er vigtunarmælir. Hér má að skoða úrkomu á 3 klst fresti.



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica