Greinar
Útsýn við veðurstöðina á Raufarhöfn
Hitamælaskýli og úrkomumælir á Raufarhöfn 2004.

Raufarhöfn

Stutt saga mönnuðu stöðvarinnar

Trausti Jónsson 7.5.2010

Raufarhöfn er ein af mikilvægustu veðurstöðvum landsins, útvörður þess í norðaustri. Mönnuðum athugunum á Raufarhöfn hefur nú verið hætt. Að vísu er enn von til að mannaðar athuganir á úrkomu og snjóalögum hefjist á ný áður en langt um líður.

Danska veðurstofan rak veðurfarsstöð á Raufarhöfn frá því í október 1884 til og með mars 1899. Mælt var kl. 8, 14 og 21 eins og þá tíðkaðist og mun það vera nærri því klukkan 9, 15 og 22 miðað við núverandi miðtíma. Fáeina mánuði á stangli vantar í athuganirnar, lengsta samfellda vöntunin er ágúst til desember 1896.

jan feb mar apr maí jún júl ágú sep okt nóv des ár
1884 1,2 -1,5 -1,1 0,7
1885 -0,6 -6,8 -6,4 -1,8 0,3 4,3 7,2 7,4 5,2 0,9 -1,6 -4,6 0,3
1886 -7,1 -3,4 -4,0 -2,2 -0,1 3,7 5,4 5,9 4,6 3,3 -0,1 -4,9 0,1
1887 -1,8 -3,3 -4,3 -3,8 1,3 6,4 4,1 3,8 3,8 -0,1 -4,7 -4,6 -0,2
1888 -2,4 -4,1 -7,6 -2,5 -1,2 5,6 4,5 3,9 4,8 0,0 -1,2 -2,7 -0,1
1889 -4,4 -5,7 -4,2 -1,9 4,4 8,5 9,1 8,7 7,0 3,8 0,4 -2,0 2,0
1890 -1,7 -1,0 -4,2 0,8 4,0 5,2 6,9 7,7 5,2 0,5 0,1 -0,3 2,0
1891 -2,5 -0,8 -8,2 0,3 0,4 7,6 8,4 6,8 4,0 3,3 -0,6 -2,4 1,1
1892 -5,7 -7,9 -8,6 -4,0 -0,9 2,8 6,7 5,7 3,4 -0,2 -2,0 -5,1 -1,2
1893 -3,6 -2,7 -2,9 1,4 4,3 6,7 8,4 8,9 3,6 0,8 -4,0 -2,8 1,5
1894 -3,4 -3,3 -1,8 2,4 1,7 7,8 10,9 9,2 7,3 2,4 1,2 -4,2 2,5
1895 -4,8 -0,9 -3,6 -4,6 3,8 5,9 5,6 5,4 5,2 0,7 0,2 -2,5 0,9
1896 -4,8 -1,9 -5,1 -1,0 4,3 3,5 6,2 6,7 4,2 -1,2 -2,1 -1,7 0,8
1897 -2,5 -4,5 -2,6 1,3 2,3 5,8 9,3 7,5 4,9 4,0 -1,1 0,3 1,9
1898 -2,5 -5,9 -4,6 0,4 1,8 7,2 8,6 8,0 6,1 5,2 -0,3 -2,7 1,9
1899 -3,2 -2,1 -5,6

Tafla. Mánaðarmeðalhiti á Raufarhöfn 1884 til 1899, skáletraðar tölur eru fengnar með samanburði við hita í Grímsey á sama tíma.

Mjög kalt var á þessu tímabili á Raufarhöfn eins og sjá má af töflunni. Hér eru meðaltalsreikningar samræmdir nútímareikningsháttum. Enginn samræmdur meðaltími var í notkun á landinu þar til síðar. Þetta gerir meðaltalsreikninga heldur óvissa, aðalmáli skiptir í því sambandi að halda 13 klukkustunda bili á milli morgun- og kvöldathugana. Sé það gert skiptir minna máli hvort athuganirnar voru gerðar klukkan 8 og 21 eftir „sóltíma“ staðarins eða ekki.

Ekki er vitað nákvæmlega hvar stöðin var í þorpinu en e.t.v. má ráða í það með athugun á því hvar athugunarmennirnir fjórir bjuggu. Þeir voru:

  • Jakob Gunnlögsson 1884 til 1893
  • Christian P. G. Lund 1893 til 1896
  • Sveinn Einarsson 1897 til 1899
  • Pálína Jónsdóttir 1897 til 1899

Athuganir hófust aftur 1920 og óslitið að kalla frá og með júlí 1921 þar til í janúarlok 2009. Til júlíloka 1925 voru athugunartímar þeir sömu og verið hafði, en þá bættist við athugun klukkan 18 (17 að þáverandi miðtíma) og stöðin fór að senda skeyti. Árið 1941 var athugunum bætt við klukkan 7 og klukkan 13. Frá með júní 1946 var athugunum fjölgað í sjö á sólarhring og í janúar 1949 var nútímaskikki komið á athugunartíma, þannig að athugað var klukkan 6, 9, 12, 15, 18, 21 og 24 (núverandi miðtími). Áttunda athugunin, klukkan 3, bættist við í desember 1951. Síðan var athugað átta sinnum á sólarhring til þess er stöðin var lögð niður. Aðeins ein mánaðareyða er í allri hita röðinni frá 1921.

Sjávarhita- og sólskinsmælingar á Raufarhöfn 1957
Riss af strandlengju við Raufarhöfn
Sjávarhitamælistaðir á Raufarhöfn, skip var um stað í nóv. 1957. Afstöðumynd, uppdráttur gerður 05.11.1957. Úr eftirlitsskýrslu. Flosi Hrafn Sigurðsson.

Fyrstu mælaskýlin á Raufarhöfn voru fest norðan á hús (Lundshús, að minnsta kosti frá 1933) en fríttstandandi skýli var sett upp síðla sumars 1951. Þá var stöðin einnig flutt um set. Áður hafði verið skipt um veggskýli 1943 en fyrir þann tíma hafði gler framan á skýlinu brotnað, auk þess sem ástand skýlisins var með þeim hætti að sól skein á mælana klukkan 7 að morgni. Sá athugunartími er ekki notaður við meðaltalsreikninga að sumarlagi fyrr en eftir að athugunum var fjölgað í átta, árið 1951. Skýlið sem notað var fyrir 1943 stóð svo hátt á veggnum að lágvaxinn veðurathugunarmaður las um 0,2 til 0,4 stigum of háan hita. Ekki hefur verið leiðrétt fyrir þessu.

Athugunarmenn á Raufarhöfn voru:

  • Árni Árnason 1921 til 1932
  • Rannveig Lund 1932 til 1951
  • Valtýr Hólmgeirsson 1951 til 1994
  • Vilhjálmur Hólmgeirsson 1984 til 2009

Fleiri komu við sögu í afleysingum.

Úrkomumælingar hófust á Raufarhöfn 1931 en voru stopular þar til í maí 1933 og héldust upp frá því til janúarloka 2009. Hlíf var sett á úrkomumælinn í maí 1949. Loftvog var á Raufarhöfn frá og með 1921 en hún brotnaði 1941 og nýtt tæki komst ekki á staðinn fyrr en 1943.

Ýmis meðaltöl

Meðalhiti

Meðalhiti °C jan feb mar apr maí jún júl ágú sep okt nóv des ár
1931-1960 -1,41 -1,93 -0,91 0,26 3,98 6,99 8,95 8,83 6,78 3,33 1,15 -0,44 2,97
1961-1990 -2,17 -1,91 -2,21 -0,18 2,92 6,37 7,99 8,00 5,26 2,61 -0,57 -1,99 2,01
1971-2000 -1,97 -1,82 -1,59 -0,01 3,39 6,29 8,39 8,45 5,64 2,62 -0,17 -1,67 2,30
Önnur tímabil jan feb mar apr maí jún júl ágú sep okt nóv des ár
1999 til 2008 -0,75 -0,94 -0,49 1,28 3,78 7,16 9,31 9,57 7,15 3,51 0,78 -0,05 3,36
1949 til 2008 -1,68 -1,61 -1,52 0,15 3,27 6,49 8,39 8,41 6,02 2,94 0,24 -1,27 2,49
jan feb mar apr maí jún júl ágú sep okt nóv des ár
hlýjast 2,7 1,8 3,2 4,5 6,3 9,7 11,9 11,9 9,6 6,3 3,5 2,0 3,9
ár 1947 1932 1929 1974 1939 1933 1927 1947 1996 1946 1960 1933 2003
kaldast -7,1 -7,9 -8,6 -4,6 -1,9 2,8 4,1 3,8 2,5 -1,2 -4,8 -5,9 -1,2
ár 1886 1892 1892 1895 1979 1892 1887 1887 1979 1981 1973 1973 1892

Hæsti og lægsti hiti (°C)

jan feb mar apr maí jún júl ágú sep okt nóv des ár
hæsta hámark 11,0 11,1 12,7 20,4 25,0 24,5 25,2 24,8 22,0 17,2 14,8 14,2 25,2
lægsta lágmark -21,5 -21,2 -24,6 -21,8 -16,0 -3,7 -2,3 -2,4 -8,5 -12,0 -17,9 -17,9 -24,6

Úrkoma

Meðalúrkoma (mm) jan feb mar apr maí jún júl ágú sep okt nóv des ár
1971 til 2000 70,8 62,4 66,0 43,3 29,6 41,2 48,3 55,4 69,0 84,0 82,1 72,6 724,8
1961 til 1990 76,1 56,6 65,8 46,7 28,1 38,8 48,1 58,1 72,6 86,3 79,9 75,5 732,5
1931 til 1960 43 37 35 38 22 39 62 73 86 80 50 53 618
mesta sólarhringsúrk 40,0 37,0 42,3 32,6 34,8 32,6 68,9 40,9 47,1 57,4 31,3 39,2 68,9


Meðaltöl hámarkshita (°C), lágmarkshita (°C), skýjahulu (áttunduhlutar) og vindhraða (m/s)

Frá 1949 til 2008 jan feb mar apr maí jún júl ágú sep okt nóv des ár
meðalhámark 0,87 1,04 1,19 3,12 6,18 9,41 11,25 11,24 8,84 5,43 2,66 1,39 5,22
meðallágmark -4,58 -4,37 -4,21 -2,38 0,79 4,05 6,12 6,02 3,54 0,54 -2,42 -4,15 -0,09
skýjahula 6,5 6,4 6,5 6,5 6,4 6,4 6,7 6,6 6,6 6,6 6,6 6,6 6,5
meðalvindhr 7,4 7,0 6,7 6,1 5,2 4,9 4,7 4,7 5,3 6,0 6,7 7,1 6,0


Meðalfjöldi í mánuði:

Miðað er við 1949 til 2008 nema snjóhuluupplýsingar, þær eru frá 1965 til 2008

Fjöldi daga jan feb mar apr maí jún júl ágú sep okt nóv des ár
Þokudagar 1,4 1,9 2,8 3,9 7,7 7,3 9,2 7,8 5,0 3,7 2,0 1,3 53,9
Úrkomudagar 22,0 19,4 21,9 18,8 16,6 14,7 17,0 18,6 21,0 23,0 22,2 23,2 238,4
Úrkoma >=1,0mm 14,4 11,0 12,9 10,2 6,8 6,8 8,7 10,1 12,3 14,8 14,1 14,2 136,3
Snjókomudagar 17,0 15,9 18,0 13,8 8,0 1,9 0,2 0,1 2,3 8,8 14,0 17,9 117,8
Frostdagar 24,1 22,3 23,7 20,4 11,3 1,4 0,1 0,2 3,4 12,7 20,2 24,4 164,2
Hvassviðisdagar 5,2 4,5 3,2 1,9 0,5 0,5 0,4 0,3 1,0 2,3 3,0 4,4 27,1
Stormdagar 2,5 2,0 1,2 0,7 0,1 0,1 0,2 0,1 0,2 0,7 1,3 1,9 10,9
Léttskýjaðir dagar 0,5 0,6 0,6 0,8 1,0 0,8 0,5 0,4 0,7 0,5 0,6 0,6 7,6
Alskýjaðir dagar 20,0 18,2 20,5 19,6 20,3 19,1 21,8 21,0 20,2 20,9 20,8 20,2 242,6
Þrumudagar 0 x 0 0 0 x x x x 0 x 0 0,1
Alhvítir dagar 20,4 19,4 21,0 14,2 3,7 0,3 0,0 0,0 0,5 4,2 12,6 18,8 115,1
Alauðir dagar 1,3 1,1 1,4 3,1 13,4 26,0 31,0 31,0 28,8 20,6 8,3 3,3 169,2
Snjóhula (%) 81 82 82 69 34 7 0 0 3 24 57 75 43

x = aldrei hefur gert þrumuveður í mánuðinum, 0 í þrumudálki = tíðni innan við 0,1 dagur í mánuði.

Meðalloftþrýstingur (hPa)

mán þrýst.
jan 1001,6
feb 1003,6
mar 1005,9
apr 1011,2
maí 1015,2
jún 1012,2
júl 1010,3
ágú 1009,2
sep 1007,0
okt 1004,3
nóv 1003,8
des 1001,5
ár 1007,1




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica