Illviðrið 9. til 10. október 2009
Nokkar tölur
Mikið hvassviðri gekk yfir landið föstudaginn 9. október 2009 og fram eftir nóttu þann 10. Einna mest tjón varð á Kjalarnesi þar sem járn og þakhluta reif af nokkrum húsum. Víða urðu smávægilegar skemmdir um landið sunnan- og vestanvert, m.a. fauk klæðning af fjölbýlishúsi í Breiðholti. Óvenju hvasst varð í Vestmannaeyjum og tjón varð í Kaupstaðnum. Skemma fauk á háspennulínu við Norðtungu í Þverárhlíð í Borgarfirði og braut staurastæðu.
Í veðri sem þessu kemur stöku sinnum upp suð í athugunum á sjálfvirkum stöðvum, einkum vegna rafmagnstruflana. Nú þegar hafa athuganir fáeinna stöðva verið leiðréttar, en samt verður að hafa þann fyrirvara að frekari villur geta leynst í þeim tölum sem hér verða tilfærðar. Vindmælingar á stöðvum Vegagerðarinnar eru gerðar í annarri hæð en aðrar vindmælingar og því eru sérstakir listar hér að neðan fyrir þær stöðvar.
Mesti 10-mínútna meðalvindhraði í m/s 9. til 10. október:
stöð | mest | hviða |
Gagnheiði | 45,6 | 53,0 |
Stórhöfði sjálfvirk stöð | 44,6 | 52,7 |
Skálafell | 43,8 | 49,3 |
Skarðsmýrarfjall | 43,0 | 50,2 |
Þverfjall | 37,7 | 54,1 |
Jökulheimar | 37,4 | 44,9 |
Botnsheiði | 37,1 | 45,8 |
Þyrill | 36,5 | 47,3 |
Tindfjöll | 35,3 | 56,3 |
Vatnsfell | 34,5 | 45,1 |
Kolka | 33,9 | 39,8 |
Surtsey | 32,1 | 40,8 |
Þúfuver | 32,1 | 38,0 |
Sámsstaðir | 31,9 | 41,4 |
Lónakvísl | 31,5 | 44,5 |
Mestu vindhviður 9. til 10. október 2009 (m/s):
stöð | hviða |
Skrauthólar | 58,1 |
Tindfjöll | 56,3 |
Þverfjall | 54,1 |
Gagnheiði | 53,0 |
Stórhöfði sjálfvirk stöð | 52,7 |
Skarðsmýrarfjall | 50,2 |
Skálafell | 49,3 |
Hafnarmelar | 48,3 |
Þyrill | 47,3 |
Botnsheiði | 45,8 |
Vestmannaeyjabær | 45,8 |
Vatnsfell | 45,1 |
Jökulheimar | 44,9 |
Lónakvísl | 44,5 |
Húsafell | 42,6 |
Mesti 10-mínútna vindhraði á Vegagerðarstöðvum 9. til 10. október 2009 (m/s):
stöð | mest | hviða |
Vatnsskarð eystra | 34,2 | 43,2 |
Hálfdán | 33,1 | 42,1 |
Steingrímsfjarðarheiði | 30,2 | 37,2 |
Fjarðarheiði | 29,9 | 36,6 |
Steinar | 29,8 | 49,4 |
Ögur | 28,4 | 38,1 |
Kjalarnes | 28,2 | 39,2 |
Biskupsháls | 27,7 | 33,4 |
Klettsháls | 27,0 | 37,0 |
Hraunsmúli | 26,3 | 37,1 |
Mesta vindhviða á Vegagerðarstöðvum 9. til 10. október 2009 (m/s):
stöð | hviða |
Hvammur | 52,3 |
Steinar | 49,4 |
Hafnarfjall | 48,8 |
Vatnsskarð eystra | 43,2 |
Hálfdán | 42,1 |
Oddsskarð | 39,6 |
Kjalarnes | 39,2 |
Öræfi | 39,0 |
Kolgrafafjarðarbrú | 38,6 |
Ögur | 38,1 |
Samanburður við önnur veður
Á láglendi mældist stormur (>20 m/s) á 50% sjálfvirkra veðurstöðva þann 9. og á 27% þann 10. Fara verður aftur til 16. (27%) og 17. september (52%) 2009 til að finna ámóta hlutföll á láglendisstöðvunum. Veðrið 8. febrúar 2008 var hins vegar áberandi útbreiddara en þá mældist stormur eða meira á 67% sjálfvirkra stöðva á láglendi. Á hálendisstöðvunum var stormur á 80% sjálfvirkra veðurstöðva 9. október. Til að finna hærra hlutfall þarf að leita aftur til illviðra í desember á árinu 2008 (þess 24. með 86% og þess 11. með 93%).
Í veðrinu mældist mesti 10-mínútna meðalvindhraði í Vestmannaeyjakaupstað 28,0 m/s og mesta hviða þar mældist 45,8 m/s. Þetta er hvort tveggja meira en mælst hefur þar frá því að sjálfvirkar athuganir hófust árið 2002. Vindhraði á Stórhöfða var einnig meiri en verið hefur síðan sjálfvirkar athuganir byrjuðu þar 2004.