Greinar
Á jökli - fólk og jeppar í snjóbyl
Hópur fólks lenti í miklu hvassviðri á Tungnaárjökli, laugardaginn 10. október 2009.
1 2

Illviðrið 9. til 10. október 2009

Nokkar tölur

Trausti Jónsson 12.10.2009

Mikið hvassviðri gekk yfir landið föstudaginn 9. október 2009 og fram eftir nóttu þann 10. Einna mest tjón varð á Kjalarnesi þar sem járn og þakhluta reif af nokkrum húsum. Víða urðu smávægilegar skemmdir um landið sunnan- og vestanvert, m.a. fauk klæðning af fjölbýlishúsi í Breiðholti. Óvenju hvasst varð í Vestmannaeyjum og tjón varð í Kaupstaðnum. Skemma fauk á háspennulínu við Norðtungu í Þverárhlíð í Borgarfirði og braut staurastæðu.

Í veðri sem þessu kemur stöku sinnum upp suð í athugunum á sjálfvirkum stöðvum, einkum vegna rafmagnstruflana. Nú þegar hafa athuganir fáeinna stöðva verið leiðréttar, en samt verður að hafa þann fyrirvara að frekari villur geta leynst í þeim tölum sem hér verða tilfærðar. Vindmælingar á stöðvum Vegagerðarinnar eru gerðar í annarri hæð en aðrar vindmælingar og því eru sérstakir listar hér að neðan fyrir þær stöðvar.


Mesti 10-mínútna meðalvindhraði í m/s 9. til 10. október:

stöð mest hviða
Gagnheiði 45,6 53,0
Stórhöfði sjálfvirk stöð 44,6 52,7
Skálafell 43,8 49,3
Skarðsmýrarfjall 43,0 50,2
Þverfjall 37,7 54,1
Jökulheimar 37,4 44,9
Botnsheiði 37,1 45,8
Þyrill 36,5 47,3
Tindfjöll 35,3 56,3
Vatnsfell 34,5 45,1
Kolka 33,9 39,8
Surtsey 32,1 40,8
Þúfuver 32,1 38,0
Sámsstaðir 31,9 41,4
Lónakvísl 31,5 44,5


Mestu vindhviður 9. til 10. október 2009 (m/s):

stöð hviða
Skrauthólar 58,1
Tindfjöll 56,3
Þverfjall 54,1
Gagnheiði 53,0
Stórhöfði sjálfvirk stöð 52,7
Skarðsmýrarfjall 50,2
Skálafell 49,3
Hafnarmelar 48,3
Þyrill 47,3
Botnsheiði 45,8
Vestmannaeyjabær 45,8
Vatnsfell 45,1
Jökulheimar 44,9
Lónakvísl 44,5
Húsafell 42,6



Mesti 10-mínútna vindhraði á Vegagerðarstöðvum 9. til 10. október 2009 (m/s):

stöð mest hviða
Vatnsskarð eystra 34,2 43,2
Hálfdán 33,1 42,1
Steingrímsfjarðarheiði 30,2 37,2
Fjarðarheiði 29,9 36,6
Steinar 29,8 49,4
Ögur 28,4 38,1
Kjalarnes 28,2 39,2
Biskupsháls 27,7 33,4
Klettsháls 27,0 37,0
Hraunsmúli 26,3 37,1


Mesta vindhviða á Vegagerðarstöðvum 9. til 10. október 2009 (m/s):

stöð hviða
Hvammur 52,3
Steinar 49,4
Hafnarfjall 48,8
Vatnsskarð eystra 43,2
Hálfdán 42,1
Oddsskarð 39,6
Kjalarnes 39,2
Öræfi 39,0
Kolgrafafjarðarbrú 38,6
Ögur 38,1

Samanburður við önnur veður

Á láglendi mældist stormur (>20 m/s) á 50% sjálfvirkra veðurstöðva þann 9. og á 27% þann 10. Fara verður aftur til 16. (27%) og 17. september (52%) 2009 til að finna ámóta hlutföll á láglendisstöðvunum. Veðrið 8. febrúar 2008 var hins vegar áberandi útbreiddara en þá mældist stormur eða meira á 67% sjálfvirkra stöðva á láglendi. Á hálendisstöðvunum var stormur á 80% sjálfvirkra veðurstöðva 9. október. Til að finna hærra hlutfall þarf að leita aftur til illviðra í desember á árinu 2008 (þess 24.  með 86% og þess 11. með 93%).

Í veðrinu mældist mesti 10-mínútna meðalvindhraði í Vestmannaeyjakaupstað 28,0 m/s og mesta hviða þar mældist 45,8 m/s. Þetta er hvort tveggja meira en mælst hefur þar frá því að sjálfvirkar athuganir hófust árið 2002. Vindhraði á Stórhöfða var einnig meiri en verið hefur síðan sjálfvirkar athuganir byrjuðu þar 2004.
 


 



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica