Greinar
stígvél í polli
Vaðstígvélin henta vel í bleytunni.

Illviðrið 16. til 17. september 2008

Leifar fellibylsins Ike?

Trausti Jónsson 18.9.2008

Aðfaranótt 17. september 2008 gerði illviðri hér á landi með úrfelli og hvassviðri. Þó hvassviðrið væri bæði útbreitt og snarpt var það samt ekki á neinn hátt einstakt því veður af þessu tagi gerir að jafnaði á nokkurra ára fresti á þessum árstíma. Minniháttar foktjón varð þó á víð og dreif um landið. Mikið úrfelli gerði um landið suðvestan- og vestanvert og varð einnig tjón af vatnavöxtum, líklega tilfinnanlegast þegar nokkrir tugir kinda drukknuðu í sjálfheldu vestur í Dölum.

Hvassviðrið

Ríkjandi vindátt var af suðsuðaustri frá því að hvassviðrið hófst milli kl. 17 og 18. síðdegis þann 16., en fór að snúast í vestlægari átt frá því um kl. 1 til 2 um nóttina, fyrst vestast á landinu. Útbreiðsla veðursins náði hámarki á tímabilinu kl. 1 til 4, milli 1 og 2 var hvassviðri á 59% sjálfvirkra veðurstöðva á landinu. Kvöldið og nóttina eftir (17. til 18.) tók veðrið sig nokkuð upp aftur og um kl. 1 var hvassviðri á 21% sjálfvirkra stöðva.

Mesti 10-mínútna meðalvindur í veðrinu mældist í Sandbúðum milli kl. 2 og 3. þann 17., 40,9 m/s. Mesta hviðan mældist á Þyrli í Hvalfirði milli kl. 1 og 2, 52,9 m/s.

Mesti vindhraði í veðrinu

Mesti 10-mínútna meðalvindhraði (m/s) á sjálfvirkum stöðvum 16. til 17. september 2008. Listinn nær til stöðva þar sem vindurinn var af styrk ofsaveðurs. Fárviðri var á 6 stöðvum. Fyrri talnadálkurinn á við meðalvindhraða, en sá síðari hviður.

Sandbúðir

40,9

49,7

Skálafell

40,8

48,1

Flatey á Skjálfanda

37,4

47,4

Brúaröræfi

34,1

40,5

Skarðsmýrarfjall

33,2

40,3

Stórhöfði sjálfvirk stöð

32,6

39,9

Kolka

32,2

40,8

Bakkahöfði við Húsavík

31,6

38,0

Brúarjökull B10

31,6

38,9

Lónakvísl

31,1

47,4

Vaðlaheiði

30,9

38,2

Hólmsheiði

29,7

37,4

Jökulheimar

29,6

37,0

Hveravellir sjálfvirk stöð

29,6

37,8

Þeistareykir

29,4

38,4

Botnsheiði

29,1

38,6

Kárahnjúkar

29,1

38,0

Gjögurflugvöllur

29,0

46,5

Nautabú sjálfvirk stöð

28,5

38,1

Ólafsvíkurhöfn

28,3

41,5

Þúfuver

28,2

35,0

Aftur upp

Mestu vindhviður í veðrinu

Mestu vindhviður á sjálfvirkum stöðvum 16. til 17. september 2008. Listinn nær til stöðva þar sem vindhviður náðu fárviðrisstyrk (32,4 m/s). Fyrri dálkurinn er mesti 10-mínútna meðalvindhraði á stöðinni, en sá síðari sýnir mestu vindhviðu.

Þyrill

23,8

52,9

Sandbúðir

40,9

49,7

Skálafell

40,8

48,1

Lónakvísl

31,1

47,4

Flatey á Skjálfanda

37,4

47,4

Gjögurflugvöllur

29,0

46,5

Vattarnes

24,6

44,5

Skjaldþingsstaðir sjálfvirk stöð

27,3

44,5

Bíldudalur

21,3

41,9

Ólafsvíkurhöfn

28,3

41,5

Kolka

32,2

40,8

Brúaröræfi

34,1

40,5

Skarðsmýrarfjall

33,2

40,3

Stórhöfði sjálfvirk stöð

32,6

39,9

Neskaupstaður sjálfvirk stöð

20,1

39,8

Mánárbakki sjálfvirk stöð

26,9

39,6

Þverfjall

25,4

39,4

Brúarjökull B10

31,6

38,9

Sauðárkrókur flugvöllur

25,8

38,9

Botnsheiði

29,1

38,6

Fáskrúðsfjörður sjálfvirk stöð

15,2

38,6

Þeistareykir

29,4

38,4

Vaðlaheiði

30,9

38,2

Nautabú sjálfvirk stöð

28,5

38,1

Bakkahöfði við Húsavík

31,6

38,0

Kárahnjúkar

29,1

38,0

Hveravellir sjálfvirk stöð

29,6

37,8

Gagnheiði

26,6

37,4

Hólmsheiði

29,7

37,4

Grundarfjörður

24,3

37,3

Jökulheimar

29,6

37,0

Hallsteinsdalsvarp

25,1

36,9

Sámsstaðir

27,3

36,7

Mývatn

26,5

36,6

Sóleyjarflatamelar

28,0

36,5

Hella sjálfvirk stöð

24,6

36,4

Húsavík Héðinshöfði

26,6

36,4

Ólafsvík

25,7

35,8

Eyjabakkar

27,6

35,6

Miðdalsheiði

26,7

35,4

Dalatangi sjálfvirk stöð

25,6

35,4

Bjargtangar

15,5

35,0

Þúfuver

28,2

35,0

Végeirsstaðir í Fnjóskadal

23,3

34,3

Reykir í Hrútafirði sjálfvirk stöð

24,6

34,0

Húsavíkurhöfn

26,0

34,0

Hvassahraun

23,2

33,9

Hafnarmelar

24,8

33,7

Hjarðarland sjálfvirk stöð

23,6

33,5

Hágöngur

24,0

33,5

Veiðivatnahraun

25,2

33,3

Grindavík

23,1

33,2

Vestmannaeyjabær

15,4

33,2

Straumsvík

23,3

33,1

Bláfjallaskáli

24,4

33,1

Hvanneyri

19,9

32,8

Möðruvellir

26,2

32,8

Haugur sjálfvirk stöð

23,4

32,4

Hallormsstaðaháls

25,9

32,3

Miðfjarðarnes

23,2

32,3

Torfur sjálfvirk stöð

24,3

32,2

Aftur upp

Úrfellið

Mjög mikil úrkoma mældist um sunnan- og vestanvert landið. Sólarhringsúrkoman mældist mest við Ölkelduháls ofan Hveragerðis, 201 mm.

Mesta sólarhringsúrkoma:

Ölkelduháls 201 mm (sjálfvirk stöð)

Ólafsvík 165 mm (sjálfvirk stöð)

Bláfjöll 161 mm (sjálfvirk stöð)

Andakílsárvirkjun 155 mm (mönnuð stöð)

Grundarfjörður 144 mm (sjálfvirk stöð)

Þetta úrkomumagn er ekki met á neinni stöðinni en hvergi vantar þó mikið upp á það. Athyglisverðast er að þriðjungur úrkomunnar virðist hafa fallið á um eða innan við 3 klst., seint um kvöldið 16. september og þá var úrkomuákefðin á stöðvunum milli 15 og 20 mm á klukkustund. Það er ekki fjarri því mesta sem búast má við hér á landi í fjallastuddu uppstreymi í miklu hvassviðri. Stöðvarnar í Ólafsvík, Andakílsárvirkjun og Grundarfirði eru allar handan þeirra fjallshryggja sem valda uppstreyminu og Bláfjallastöðin líka, þó nær sé hún háhryggnum. Þessi hegðan úrkomuhámarks er kennd við fokhrif, úrkoman fýkur langa leið frá því að hún myndast þar til hún fellur. 

Fellibylurinn Ike?

Fellibyljir eru mikil veðrakerfi sem myndast í hitabeltinu og á útjöðrum þess. Þeim fylgir mjög hlýtt og rakt loft sem stundum nær að berast inn í vestanvindabeltið. Hringrás fellibyljanna eyðileggst á nokkrum klukkustundum í þeim mikla vindsniða sem þar er. Allur gangur er þó á því hvernig þetta gerist í einstökum tilvikum.

Fellibylurinn Ike olli miklu tjóni á Kúbu og fleiri nágrannaeyjum, en í Bandaríkjunum vikuna fyrir og í kringum helgina 13. til 14. september. Mjög rakt loft barst þá í kjölfarið norður um miðvesturríkin. Hærra uppi var einnig rakt loft sem átti uppruna sinn í hitabeltisstorminum Lowell sem var undan vesturströnd Mexíkó dagana 7. til 12. september, reyndar miklu minna kerfi en Ike. Í sameiningu bjuggu þessi kerfi til stutta bylgju í vestanvindabeltinu og barst hún mjög hratt til norðausturs. Vaxtarskilyrði bylgjunnar voru góð þannig að hún endaði sem mjög djúp lægð á Grænlandshafi og olli illviðrinu hér á landi.

Illviðri á norðurslóðum verða nær ætíð til við stefnumót lofts af ýmsum uppruna og var það einnig nú. Þetta er ekkert ósvipað spilum sem safnað er í einn bunka eftir að briddsspili er lokið og áður en gefið er að nýju. Spilin hafa borist inn í bunkann frá 4 höndum, síðan er gefið að nýju. Aðeins hluti spilanna í illviðrinu hér var áður á hendi Ike, þó þau nýttust vel þar var ekki sjálfgefið að þau nýttust í næsta spili, en þar sem þetta voru þrátt fyrir allt háspil voru allgóðar líkur á endurnýtingu. En hún var að engu leyti fullviss. Það fór líka eftir nýtingu annarra handa.

 

 

Loftleiðir 16.09.2008 kl. 24
loftleiðir 16.9. 2008 kl.24
Myndin sýnir reiknaðar leiðir lofts í 4500, 9000 og 12000 m hæð við vesturströnd Íslands 16.9. 2008 kl. 24. Græni liturinn sýnir að loftið í 12 km hæð hefur á 6 dögum borist allt frá miðju Kyrrahafs til Íslands og lækkað á sama tíma um 3 km. Hæð loftsins á hverjum tíma má sjá í neðri rammanum. Athugið vel að tímaásinn gengur til vinstri á línuritinu, lokastaða er því við stjörnurnar á vinstri hlið. Loftið í 9 km hæð virðist komið frá Mexíkóflóa, en hefur stigið um 8 km á leiðinni. Loftið í 4,5 km hæð fór fyrst úr 4 km niður fyrir 1 km, en hefur síðan risið aftur. (Reiknað af HYSPLIT loftferlalíkani bandarísku veðurstofunnar.)

 

Með aðstoð líkana má rekja aftur í tímann uppruna þeirra loftstrauma sem yfir okkur voru í illviðrinu. Þá kemur í ljós að loftið ofan veðrahvarfa hafði borist alla leið frá Hawaí á tæpri viku. Loftið sem var í 9 km hæð hafði á sama tíma lagt leið sína frá Yukatanskaga, inn í Ike og þar í slaufu yfir Arkansas og síðan í hraðferð í vestanvindabeltinu til Íslands. Þetta loft var upphaflega í um 1000 m hæð. Það var komið í um 3000 m hæð þegar það gekk inn í vestanáttina, hélst þar fram til hádegis þann 16. og fram til kl. 24 lyftist það um 6 km og kólnaði um meir en 30°C, mjög nærri Íslandi. Þá sturtaðist rakinn úr því vegna kælingarinnar.

Loftið, sem var í 6 km hæð í illviðrinu, var 6 dögum áður í um 5 km hæð yfir norðausturríkjum Bandaríkjanna, langt frá Ike, og sá loftstraumur sem endaði í 3 km hæð var á sama tíma yfir Labrador í svipaðri hæð. Þetta loft barst allt til austurs í átt til Asóreyja, lenti þar í niðurstreymi, þornaði fyrst og hlýnaði að mun á leið niður í um 0 til 2 km hæð. Þá var það tilbúið til að taka við raka sem gufaði upp þar sem kjarni Golfstraumsins er sem hlýjastur suðaustur af Nýfundnalandi. Þegar illviðrið reið yfir Ísland var þetta loft allt að lyftast um 3-4 km og skilaði líka sínum uppsafnaða raka.

Rakauppsprettur úrfellisins voru því að minnsta kosti tvær. Eitthvað barst alla leið frá Mexíkóflóa en sennilega var meira af rakanum komið frá venjulegum upprunaslóðum úrfella hér á landi, svæðinu suðaustur af Nýfundnalandi. Þáttur Ike í þessu veðri var einungis sá að flytja ofurrakt loft frá Mexíkóflóa upp í miðvesturríki Bandaríkjanna í veg fyrir samgöngu- og þróunartæki vestanvindabeltisins.

Aftur upp

 



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica