Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Suðvestan 10-20 m/s í dag, rigning og síðar skúrir. Dregur úr vindi og úrkomu í kvöld og nótt. Hvessir aftur seint í nótt, suðvestan 10-18 og talsverð rigning sunnan- og austanlands í fyrramálið, en síðan skúrir. Hægari austanátt og rigning eða slydda fyrir norðan á morgun, en snjókoma til fjalla, en fremur hæg breytileg átt og rigning með köflum vestanlands. Dregur úr úrkomu og vindi annað kvöld. Hiti 3 til 12 stig í dag, hlýjast norðaustantil, en hiti 1 til 8 stig á morgun, milast syðst.
Spá gerð: 24.09.2018 10:26. Gildir til: 26.09.2018 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag og fimmtudag:
Vestlæg eða breytileg átt 5-10 m/s með dálitlum skúrum eða slydduéljum, einkum norðvestantil, en þurrt og bjart austantil á landinu. Hiti 1 til 7 stig, mildast syðst.

Á föstudag:
Suðvestan hvassviðri með rigningu og hlýnandi veðri, en lengst af þurrt eystra.

Á laugardag:
Norðvestlæg átt 5-13 m/s. Skúrir eða él fyrir norðan, en bjart að mestu sunnan jökla. Kólnandi veður.

Á sunnudag:
Fremur hæg suðlæg átt og skýjað með köflum, en vaxandi vindur með vætu og hlýnandi veðri vestantil á landinu þegar líður á daginn.
Spá gerð: 24.09.2018 08:13. Gildir til: 01.10.2018 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings

Núna eru skil lægðarinnar á leið sinni yfir landið og á eftir kemur allhvasst eða hvasst skúra veður en samt heldur lægðin sig nálægt Grænlandi á leið sinni norðureftir.
Lægð morgundagsins er öllu snúnari, hún kemur upp að Reykjanesinu snemma í fyrramálið með hvassann vind sinn og talsverða rigningu að auki. Einna hvassast verður sunnan lægðarmiðjunar sem og mesta úrkoman. Eins og spáin lítur út núna eru það Suður- og Suðausturland sem fá einna versta veðrið í fyrramálið en ef breytingar verða á hvar landganga lægðarinnar verður breytist spáin líka.
Þar sem gert er ráð fyrir mikilli rigningu á höfuðborgarsvæðinu um tíma í fyrramálið og lauf gróðurs er farið að fjúka er gott að muna eftir að hreinsa frá niðurföllum svo vatnið komist betur í holræsakerfin og minnki þar með hættu á vatnsskaða.
Spá gerð: 24.09.2018 06:31. Gildir til: 25.09.2018 00:00.

Aðrir tengdir vefirEkkert skjal tengt
Þetta vefsvæði byggir á Eplica