Spá um snjóflóðahættu

Mat á snjóflóðaaðstæðum

Á hálendinu og á jöklum landsins hafa verið vetraraðstæður og sumstaðar talsverð snjóflóðahætta. Sleðamenn komu af stað flóði á hálendinu á mánudag og á fimmtudag í síðustu viku lentu tveir menn í snjóflóði í Grímsfjalli. Um helgina er spáð hlýnandi veðri og mikilli rigningu á SV-landi. Snjóalög gætu því tekið nokkrum breytingum yfir helgina.
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 25. maí 12:54

Snjóflóðaspá fyrir valin svæði

Norðanverðir Vestfirðir

Nokkur hætta

Á laugardag og sunnudag snjóaði til fjalla og bættust við um 20 cm af nýsnævi efst í fjöll. Fyrir var snjór í giljum og í efri hluta fjalla inn til landsins, en annars var víða orðið autt. Veikt lag var ofarlega í gamla snjónum á þriðjudag. Göngumaður lenti í flóði í bröttu gili í Seljalandshlíð við Skutulsfjörð á mánudag. Líklega kom hann flekanum af stað sjálfur efst í gilinu. Sama dag létu skíðamenn vita af vúmp-hljóði í snjó á Hrafnseyrarheiði og Seljalandsdal. Það hefur hlýnað síðustu daga og rignt, þó hefur verið lengst af verið frost ofan 700 m. Óstöðugleikinn er því líklega fyrst og fremst efst í fjöllum. Ekki er búist við stórum flóðum, en það getur verið hættulegt að setja af stað lítil flóð á stöðum þar sem fall hefur alvarlegar afleiðingar. Áfram er hlýnandi veður og verður orðið frostlaust til fjalla á laugardag. Lítil náttúruleg flóð geta fallið þegar hlýnar, sérstaklega efst í fjöllum.
Gildir frá: 25. maí 14:00 - Gildir til: 28. maí 16:00

Utanverður Tröllaskagi

Lítil hætta

Skíðamenn settu af stað vott flekaflóð á fimmtudag í síðustu viku, í 800 m hæð. Um helgina snjóaði til fjalla og lausaflóð féllu í sólinni á mánudag. Það hefur verið frostlaust til fjalla í vikunni og snjóþekjan er líklega frekar að styrkjast. Enn gætu þó verið veikleikar í gamla snjónum, sérstaklega efst í fjöllum.
Gildir frá: 25. maí 14:00 - Gildir til: 28. maí 16:00

Austfirðir

Lítil hætta

Snjór er talinn stöðugur að mestu en spýjur og hengjuhrun er mögulegt.
Gildir frá: 25. maí 14:00 - Gildir til: 28. maí 16:00

Veðurútlit með tilliti til snjóflóða

Mikil rigning á SV-landi á laugardag. Einhver rigning í öðrum landshlutum.
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 25. maí 12:56


Snjóflóðahættutafla

Snjóflóðaspá er unnin eftir alþjóðlegri töflu.
Nánar


Um spárnar

Snjóflóðaspá er gerð mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 16 og uppfærð oftar ef þurfa þykir.

Spáin gildir fyrir stór landsvæði, ekki einstök gil, og er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga. Spáin þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð.

Nánar

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica