Spá um snjóflóðahættu

Mat á snjóflóðaaðstæðum

Vetrarveður hefur verið á landinu undanfarið og snjóað í öllum landshlutum. Snjóflóðahætta getur verið víða til fjalla. Það hefur verið kalt og við þær aðstæður geta myndast veik lög í snjónum. Snjóflóð fór af stað af mannavöldum í Tindfjöllum í á sunnudag. Það fór af stað með fjarbroti, sem bendir til töluverðs veikleika í snjónum. Þá sást veikleiki í snjógryfju við Siglufjörð á þriðjudag. Snjótroðari setti lítið snjóflóð af stað í Oddsskarði á sunnudag
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 23. jan. 15:48

Snjóflóðaspá fyrir valin svæði

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Veðurútlit með tilliti til snjóflóða

Austlæg átt og lítilsháttar snjókoma eða él víða á landinu, einkum á Austfjörðum. Svalt í veðri
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 23. jan. 15:41


Snjóflóðahættutafla

Mjög mikil hætta
Mikil hætta
Töluverð hætta
Nokkur hætta
Lítil hætta

Nánar


Um spárnar

Snjóflóðaspá er gerð mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 16 og uppfærð oftar ef þurfa þykir.

Spáin gildir fyrir stór landsvæði, ekki einstök gil, og er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga. Spáin þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð.

Nánar

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica