Hafístilkynningar síðustu 30 daga

14. nóv. 2018 14:42 - Byggt á gervitunglamynd

Samkvæmt SENTINEL 1 radermyndum sem voru numdar í dag, 14. nóvember klukkan 08:30, er nýmyndun íss vestarlega á Grænlandssundi en næst Íslandi er hafísinn í um 110 sml NV af Straumnesi. Eins má búast við borgarís á stangli sunnan íssins næst strönd Grænlands. Næstu daga má búast við norðaustlægri átt á Grænlandssundi og ætti ísinn því að haldast nálægt Grænlandi, en um helgina er reiknað með suðlægari vind og rekur því ísinn til austurs.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Hafískort byggt á Sentinel gervitunglamynd, numin 14. nóvember.

05. nóv. 2018 13:06 - Óskilgreind tegund athugunar

Kort byggt á hafískorti Dönsku veðurstofunnar (DMI) Iskort. Skýjað er á Grænlandssundi þ.a. ísjaðarinn sést ekki á gervitunglamyndum og fjarlægð frá landi er því áætluð. Spáð er norðaustanáttum næstu daga þ.a. borgarís ætti að fjalægjast landið.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Áætlaður ísjaða er um 189 sml norðvester af Kögri

30. okt. 2018 15:48 - Óskilgreind tegund athugunar

Skýjað hefur verið á Grænlandssundi síðustu daga og því erfitt að greina hafís af gervitunglamyndum. Samkvæmt hafískortum Dönsku Veðurstofunnar (DMI) er mjög gisinn ís við Scoresbysund og stöku borgarísjakar á Grænlandssundi, en lítill sem enginn samfelldur hafís.

22. okt. 2018 14:56 - Byggt á gervitunglamynd

Mjög gisinn hafís og hafísspangir teygja sig inn á svæðið suður af Scoresbysundi. Einnig má búast við borgarísjökum á stangli.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Aðrir tengdir vefirEkkert skjal tengt
Þetta vefsvæði byggir á Eplica