Skrifstofa forstjóra

Hlutverk Skrifstofu forstjóra

Skrifstofa forstjóra fer með stjórnsýsluhlutverk Veðurstofu Íslands og hefur umsjón með opinberum fjármunum. Undir þetta fellur ráðstöfun og eftirfylgni með fjárveitingum samkvæmt:

  • Árangursstjórnunarsamningi við umhverfisráðuneytið.
  • Samningi við Ofanflóðasjóð.
  • Samningi við ICAO (International Civil Aviation Organization).
  • Öðrum samningum þar sem Veðurstofan hefur formlegt hlutverk gagnvart stjórnvöldum, s.s. EPOS (European Plate Observing System).

Skrifstofan ber ábyrgð á að heildarstefna sé sett fyrir stofnunina og að henni sé framfylgt. Auk þess ber hún ábyrgð á eftirfarandi stefnum Veðurstofu Íslands:

  • Gæðastefnu
  • Mannauðsstefnu
  • Stefna um náttúruvá og þjónustu

  • Rannsókna- og þróunarstefna

  • Umhverfisstefna

  • Upplýsingaöryggisstefna

Skrifstofa forstjóra ber ábyrgð á formlegum innlendum og erlendum samskiptum Veðurstofu Íslands. Undir þetta fellur formlegt alþjóðlegt samstarf við t.d.:

  • WMO (World Meteorological Organization)
  • NORDMET (Nordic Co-operation in Meteorology)
  • CHIN (Chiefs of the Hydrological Institutes in the Nordic Countries)

Skrifstofan fer einnig með hlut Veðurstofunnar í:

  • EUMETNET (Network of European Meteorological Services)
  • ECMWF (European Centre for Medium-Range Weather Forecasts)
  • EUMETSAT (European Organisation for the Exploitation of Meteorological Satellites)

Loks hefur Skrifstofa forstjóra umsjón með formlegu samstarfi við innlendar og erlendar stofnanir:

  • Ráðuneyti
  • Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra
  • Flugmálastjórn Íslands
  • Háskólastofnanir, innlendar og erlendar
  • Isavia
  • Landhelgisgæsluna
  • Landsvirkjun
  • Landsnet
  • Vegagerðina
  • o.fl.


Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica